Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 77
75
Þess ber þó að gæta, að áreitiköstin geta
einnig komið fram hjá nýfæddum börnum
við einhverja lítils háttar ertingu, eins og
böðun, og er þá oft erfitt að greina þau frá
flogaveiki.
Tíðni: Talin vera í kringum 1% hjá for-
skólabörnum.
Einkenni
Þessum köstum má skipta í tvo aðalhópa,
blámaköst og fölvaköst.
1. Blámaköstin eru yfirleitt vakin af
reiði, vonbrigðum og hræðslu. Barnið rekur
upp grát, eða ætlar að fara að gráta, en
heldur því næst niðri í sér andanum í lok
útöndunar, blánar, og ef kastið stendur
nógu lengi, verður það máttlaust eða stífn-
ar, dettur síðan niður meðvitundarlaust,
ranghvolfir augunum, sperrir höfuð aftur
og fær allsherjar cloniska rykki. Þegar svo
er komið, eru köstin oft illgreinanleg frá
venjulegum grand mal flogaveikiköstum.
Börnin geta jafnvel misst þvag og saur í
þessum köstum.
2. Fölvaköstin svokölluðu, eru mun
sjaldgæfari og yfirleitt fremur vakin af
sársauka, t.d. höggi á höfuð og er það oft,
að enginn grátur heyrist, áður en barnið
fellur niður, náfölt og meðvitundarlaust.
U.þ.b. 30% þessara barna eiga við hegð-
unarvandkvæði að stríða og u.þ.b. 30%
hafa jákvæða fjölskyldusögu um svipuð
köst.4
Greining
Meiri háttar áreitiköst getur sem sé verið
erfitt að greina kliniskt frá flogaveiki. Ná-
kvæm sjúkrasaga er því 1., 2. og 3. boð-
orðið til réttrar greiningar og gefur alltaf
til kynna einhvern framkallandi þátt (pro-
vocerandi factor), hvort sem grátur fylgir
með eður ei. Oftast fettir barnið sig aftur
í þessum köstum, þ.e.a.s. fer í opisthotonus,
sem er sjaldgæft í raunverulegri flogaveiki.
Heilarit sýnir ekki epileptiskar breytingar
hjá þessum börnum og er það hið þriðja
atriði til aðgreiningar frá flogaveiki.
Horfur
Horfur eru mjög góðar. Köstin eldast af
þessum krökkum, sem fyrr segir, alltaf
fyrir 7 ára aldur, án eftirstöðva, eins og t.d.
flogaveiki. Þessi böm eru yfirleitt vel gef-
in, en viðkvæm.4
Meðferð
Besta meðferðin er að gera foreldrum ljósa
grein fyrir hættuleysi krampanna og góð-
um horfum og reyna að fá þau til að slaka
á, þegar barnið fer í krampaköstin. Yfir-
leitt er engin lyfjameðferð nauðsynleg og
venjuleg krampalyf hafa engin áhrif á
þessi köst. Þess má geta, að köstin hætta
svo til alltaf innan mínútu, hvað svo sem
gert er, og því ekki ráðlegt, að flengja
barnið eða krækja fingri aftur fyrir tungu,
eins og sumir hafa bent á, aðeins leggja
barnið á hliðina og tryggja opinn loftveg.
Dauðsfalli í áreitikrampa hefur mér vitan-
lega aðeins einu sinni verið lýst. Var hér
um að ræða barn, sem aspireraði í kasti,
með munninn fullan af mat.
Ef fölvaköstin eru mjög tíð og ógnvekj-
andiandi fyrir umhverfið, mætti reyna
Atropin 0,01mg/kg/dag, m.t.t. þeirrar ný-
legu kenningar, að pathophysiologiu fölva-
kastanna megi yfirleitt rekja til reflector-
iskrar hjartastöðvunar, vegna vagus stimu-
lationar.9 Erfiðara hefur gengið, að sýna
fram á pathophysiologiu blámakastanna, en
endanlega er það heila-anoxia, sem veldur
meðvitundarmissi og, ef hún helst nógu
lengi, krömpum.
HITAKRAMPAR
(Convulsiones in febre)
Hiti er langalgengasta orsök krampa hjá
börnum og talið er að um 3—4% allra
barna fái einn eða fleiri hitakrampa innan
6 ára aldurs. Gerður er greinarmunur á
svokölluðum einföldum eða góðkynja hita-
krömpum annars vegar, og hins vegar ill-
vígum hitakrömpum eða dulinni epilepsiu,
sem fyrst skýtur upp kollinum í hitakasti,
þar sem hár hiti lækkar krampaþröskuld-
inn hjá öllum börnum.
Einkenni einfaldra hitakrampa
1. Grand mal krampar, sem koma alltaf
með hita og oft í byrjun hitahækkunar,
(innan sólarhrings hjá miklum meiri-
hluta).
2. Fyrsti hitakrampinn kemur á aldrinum
6 mánaða—6 ára, (meðalaldur upphafs-
krampa 23ja—24urra mán. aldurinn).