Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Side 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Side 16
16 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 HEILABLÓÐFALL TENGT SEGAMYNDUN í KJÖLFAR BLÓÐFLÖGUFÆÐAR VEGNA HEPARÍNS. Davíð O. Amar. Páll Torfi Önundarson, Ólafur Kjartansson, Tryggvi Ásmundsson. Lyflækningadeild, blóðmeinafræðideild og röntgen- deild Landspítalans. Blóðflögufæð með segamyndun er sjaldgæf og mótsagnakenndaukaverkunheparíns.Sjúklingarmeð blóðflögufæð vegna heparíns (BVHj geta fengið segamyndun í heila og eru horfur slfkra sjúklinga nánast undantekningalaust slæmar. Heilablóðfall er með alvarlegust fylgikvillum BVH. Þrjátíu og fimm ára áður hraust kona var innlögð í 37. viku meðgöngu með bláæðasega í vinstri iliaca bláæð. Greiningin var staðfest með bláæðamynd og meðferð með heparíni hafin. Bamið var tekið á þriðja degi með keisaraskurði. Á 13. degi fékk sjúklingur lungnarek í bæði lungu þrátt fyrir viðunandi blóð- þynningu með heparíni. Fjórum dögum síðar þróaðist versnandi hægri helftarlömun. Blóðflögur mældust þá 44 x 109/1 en höfðu verið 239 x 109/1 við upphaf veikinda. Heparinmeðferð var strax stöðvuð vegna gruns um BVH með segamyndun. BVH var síðar staðfest með kekkjunarprófi. APTT var 57 sekúndur. Tölvusneiðmynd (TS) af höfði sýndi smáblæðingu í vinstri hvirfilhjama en einkenni sjúklings bentu til útbreiddari meins og var talið var að sjúklingur hefði fengið blæðidrep. Næstu átta daga var sjúklingur meðvitundarlítill með algera hægri helftarlömun. Endurtekinn TS mynd að þeim tíma liðnum sýndi útbreitt blæðidrep í vinstra heilahveli. Endurhæfing var hafin og tveimur mánuðum síðar hafði hún náð nær algerum bata. Með þessu sjúkratilfelli viljum við vekja athygli á sjaldgæfri aukaverkun heparíns. Nauðsynlegt er að fylgjast náið með blóðflögufjölda meðan á heparín meðferð stendur þar sem fækkun þeirra er oftast undanfari segamyndunar. Blóðflögufæðin lagast sjálf- krafa við stöðvun heparíns. Bati sjúklingsins sem lýst er ofan er nánast einsdæmi ef mið er tekið af lýsingum á samskonar tilfellum þar sem útkoman var yfirleitt slæm, viðvarandi helftarlömun eða að sjúklingar létust. Batinn gæti ef til vill skýrst af greiningu heila- blóðfallsins á frumstigi og stöðvun heparíngjafar. SYKINGAR SJUKLINGA MEÐ BRATT HVÍTBLÆÐI OG NEUTROPENÍU Á LANDSPÍTALANUM 1981-1991. Guðmundur Rúnarsson. Páll Torfi Önundarson, Karl G. Kristinsson, Guðmundur M. Jóhannsson, Jóhanna Bjömsdóttir, Sigmundur Magnússon. Blóðmeinafræðideild Landspítala Aðaldánarorsök sjúklinga með hvítblæði eru sýkingar. Til að draga úr dánartíðni er mikilvægt að heQa meðferð snemma og áður en ræktunamiðurstöður eru kunnar. Til að hægt sé að beita bestu sýklalyfjameðferð er nauðsynlegt að þekkja helstu sýkingavaldana. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna orsakir sýkinga í hvítblæðisjúklingum með neutropeníu á lyflækningadeild Landspítalans. Állar sjúkraskrár sjúklinga, með brátt hvítblæði á 10 ára timabili, voru skoðaðar m.t.t. klíniskra sýkinga, neutropeníu (granulocytar < 500/pl) og fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferðar (með sfprófloxasíni). Á þessu tímabili greindust 154 sýldngar hjá 44 sjúklingum í 99 neutropeníutímabilum. í 102 tilfellum (66%) var sýnt fram á sýkingarstað og/ eða sýkil, þar af sýkil í 79 (51%) tilfellum. 111 (14%) tilfellum var um blandaðar sýkingar að ræða og í 52 (34%) tilfellum var orsök og sýkingarstaður óþeldkt. í 48 (31 %) tilfellanna var blóðsýking til staðar. Sýkingarstaðir voru: Lungnasýkingar 23 (15%), sýkingar við æðalegg eða lyfjabmnn 18 (12%), mjúkpartasýkingar 17 (11%), meltingafærasýkingar 8 (5%) og þvagfærasýkingar 7 (5%). I sýkingunum greindust 90 sýklastofnar, þar af vom 59 Gram jákvæðar bakteríur (kóagúlasa neikvæðir staphýlókokkar 31,5. aureus 8, corynebacteria 6 og aðrar 14). Gram neikvæðu bakteríumar vom 18 (E. coli 10, Enterobacteriaceae nema E. coli 5 og aðrar 2), loftfælnir sýklar 4, veimr 3 og sveppir 6. Þrjátíu (19%) sýkinganna komu upp í sjúklingum á fyrirbyggjandi meðferð með síprófioxasíni og greindust einungis Gram jákvæðar bakteríur hjá þeim. í þeim tilfellum þar sem tókst að sýna ffam á sýkil vom Gram jákvæðar bakteríur langalgengastar og af þeim vom kóagúlasa neikvæðir staphýlókokkar algengastir. AllirGram neikvæðu stafimir vom næmir fyrir kefúroxími og gentamísíni, en 4 vom ónæmir fyrir kefradíni. Fyrirbyggjandi meðferð með síprófloxasíni kom í veg fyrir sýkingar af völdum Gram neikvæðra baktería, en ekki Gram jákvæðra.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.