Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 53 LEUKOTRINE C4 ÖRVUÐ ARAKÍDÓNSÝRU- LOSUN í ÆÐAÞELSFRUMUM ER ÓHÁÐ KALSÍUM HÆKKUN. Magnús K. Magnúss., Haraldur Halldórss., Guðmundur Þorgeirss. Lyflækn.deild Landspítalans. & R.H. í lyfjafræði. Arakídónsýrulosun, sem er forsenda prostaglandínmyndunar, verður fyrir tilstilli örvunar á fosfólípasa A2. Fosfólípasi A2 er kalsíumháð ensým og mörg efni er stuðla að hækkun á innanfrumu-kalsíum (|Ca++|i) örva þannig arakídónsýrulosun og myndun á prostaglandínum. í æðaþelsfrumum hefur verið sýnt fram á að þrombín, ATP, histamín og AlF4(G-prótein örvari) valda losun á arakídónsýru og sú losun er háð hækkun á |Ca++]i. í þessari rannsókn var athugað hvort arakídónsýrulosun örvuð af leukótríen C4 er á sama hátt háð hækkun á [Ca++]L Ræktaðar æðaþeisfrumur úr bláæðum naflastrengja voru merktar með 3H- arakídónsýru í einn sólarhring. Frumurnar voru síðan örvaðar og magn arakídónsýru í frumuætinu metið með sindurteljara. Örvun frumanna í lágu utanfrumkalsíum hindraði ekki arakídónsýrosun þrombíns. A1F4 eða leukótríens C4. Ef frumurnar voru formeðhöndlaðar með kalsíum jónaferju (A-23187) til að tæma kalsíum úr innanfrumubirgðum svöruðu frumurnar ekki örvun með þrombín eða A1F4. Svörun við leukótríen C4 var hins vegar óbreytt. Frumurnar voru baðaðar í Quin-2 sem er kalsíum bindiefni(chelator) og hindrar hækkun á innanfrumukalsíum. Þessi meðhöndlun hindraði arakídónsýrulosun þrombíns og A1F4 en ekki leukótríens C4. Nikkel í utanfrumvökva hindrar innflæði kalsíum inn í frumur. Arakídónsýrulosun þrombíns og A1F4 minnkaði um meira en 50% ef frumurnar voru örvaðar í lausn sem innihélt nikkel en áhrifin á leukótríen C4 örvun voru mun minni. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að arkídónsýrulosun sem leukótríen C4 veldur í æðaþelsfrumum sé að stærstum hluta óháð hækkun á innanfrumu kalsíum ólíkt því sem gildir um flest önnur efni sem rannsökuð hafa verið . HAFA APO-E ARFGERÐIR ÁHRIF Á ÁHÆTTU Á KRANSÆÐASJÚKDÓMUM? Gunnar Sigurðsson. Vilmundur Guðnason, Garðar Sigurðsson, Steve Humphries Lyflækningadeild Borgarspítalans, University College London, Rannsóknastöð Hjartaverndar Irmgangnr Apo-E er prótín sem fínnst sem hluti af mörgum fituprótínum, chylomicron, VLDL, IDL og HDL. Apo-E binst sértækum viðtökum á yfirborði frumna, m.a. lifrarfrumna, og gegnir því mikilvægu hlutverki í umsetningu fituprótína. Apo-E arfgerðir eru aðallega þrjár: E2 (5%), E3 (75%) og E4 (20%). Sýnt hefur verið fram á í fjölmörgum rannsóknum að apo- E arfgerðir hafa áhrif á heildarkólesterólgildi einstaklinga, E2 er tengt lægra kólesterólgildi en E3 en E4 hins vegar hærra en E3. Áhrif E-arfgerða á HDL og Lp(a) hafa verið minna rannsökuð en voru aðalviðfangsefni þessarar rannsóknar. Efrilviöur og aðferðir Blóðsýni 316 íslendinga, 153 karla og 163 kvenna (slembiúrtak), 15-79 ára, voru athuguð. Kólesteról, HDL-kólesteról, Lp(a) (RIA), apo-B og apo-AI (ELISA) voru mæld á Rannsóknastöð Hjartavemdar. Apo-E arfgerðir voru ákvarðaðar á DNA úr hvítum blóðkomum (PCR, Hhal ensím). Niðurstööur E2 arfgerð meðal karla hafði marktækt lægra heildarkólesteról, LDL-kólesteról, apo-B og Lp(a) gildi en hins vegar hærri HDL-kólesteról og apo-AI gildi. Meðal kvenna voru niðurstöður í sömu átt en náðu ekki marktækni nema fyrir LDL-kólesteról. Ef þessar niðurstöður meðal E-arfgerða karla eru settar inn í þekkta áhættustuðla fyrir kransæðadauðsföll (ferilrannsókn Hjartaverndar) fæst að áhætta E4 arfgerðar er tvöföld miðað við útreiknaða áhættu E2 arfgerðar. Átyfcbm Apo-E arfgerð virðist hafa marktæk áhrif á þéttni fituprótína meðal karla, kólesteról, HDL-kólesteról og Lp(a). Sérstaklega virðist ap>o-E2 arfgerð tengd fituprótínaprófíl sem kann að vernda gegn kransæðasjúkdómum. Þetta þarfnast þó staðfestingar í framsýnni ferilrannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.