Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Side 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Side 53
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 53 LEUKOTRINE C4 ÖRVUÐ ARAKÍDÓNSÝRU- LOSUN í ÆÐAÞELSFRUMUM ER ÓHÁÐ KALSÍUM HÆKKUN. Magnús K. Magnúss., Haraldur Halldórss., Guðmundur Þorgeirss. Lyflækn.deild Landspítalans. & R.H. í lyfjafræði. Arakídónsýrulosun, sem er forsenda prostaglandínmyndunar, verður fyrir tilstilli örvunar á fosfólípasa A2. Fosfólípasi A2 er kalsíumháð ensým og mörg efni er stuðla að hækkun á innanfrumu-kalsíum (|Ca++|i) örva þannig arakídónsýrulosun og myndun á prostaglandínum. í æðaþelsfrumum hefur verið sýnt fram á að þrombín, ATP, histamín og AlF4(G-prótein örvari) valda losun á arakídónsýru og sú losun er háð hækkun á |Ca++]i. í þessari rannsókn var athugað hvort arakídónsýrulosun örvuð af leukótríen C4 er á sama hátt háð hækkun á [Ca++]L Ræktaðar æðaþeisfrumur úr bláæðum naflastrengja voru merktar með 3H- arakídónsýru í einn sólarhring. Frumurnar voru síðan örvaðar og magn arakídónsýru í frumuætinu metið með sindurteljara. Örvun frumanna í lágu utanfrumkalsíum hindraði ekki arakídónsýrosun þrombíns. A1F4 eða leukótríens C4. Ef frumurnar voru formeðhöndlaðar með kalsíum jónaferju (A-23187) til að tæma kalsíum úr innanfrumubirgðum svöruðu frumurnar ekki örvun með þrombín eða A1F4. Svörun við leukótríen C4 var hins vegar óbreytt. Frumurnar voru baðaðar í Quin-2 sem er kalsíum bindiefni(chelator) og hindrar hækkun á innanfrumukalsíum. Þessi meðhöndlun hindraði arakídónsýrulosun þrombíns og A1F4 en ekki leukótríens C4. Nikkel í utanfrumvökva hindrar innflæði kalsíum inn í frumur. Arakídónsýrulosun þrombíns og A1F4 minnkaði um meira en 50% ef frumurnar voru örvaðar í lausn sem innihélt nikkel en áhrifin á leukótríen C4 örvun voru mun minni. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að arkídónsýrulosun sem leukótríen C4 veldur í æðaþelsfrumum sé að stærstum hluta óháð hækkun á innanfrumu kalsíum ólíkt því sem gildir um flest önnur efni sem rannsökuð hafa verið . HAFA APO-E ARFGERÐIR ÁHRIF Á ÁHÆTTU Á KRANSÆÐASJÚKDÓMUM? Gunnar Sigurðsson. Vilmundur Guðnason, Garðar Sigurðsson, Steve Humphries Lyflækningadeild Borgarspítalans, University College London, Rannsóknastöð Hjartaverndar Irmgangnr Apo-E er prótín sem fínnst sem hluti af mörgum fituprótínum, chylomicron, VLDL, IDL og HDL. Apo-E binst sértækum viðtökum á yfirborði frumna, m.a. lifrarfrumna, og gegnir því mikilvægu hlutverki í umsetningu fituprótína. Apo-E arfgerðir eru aðallega þrjár: E2 (5%), E3 (75%) og E4 (20%). Sýnt hefur verið fram á í fjölmörgum rannsóknum að apo- E arfgerðir hafa áhrif á heildarkólesterólgildi einstaklinga, E2 er tengt lægra kólesterólgildi en E3 en E4 hins vegar hærra en E3. Áhrif E-arfgerða á HDL og Lp(a) hafa verið minna rannsökuð en voru aðalviðfangsefni þessarar rannsóknar. Efrilviöur og aðferðir Blóðsýni 316 íslendinga, 153 karla og 163 kvenna (slembiúrtak), 15-79 ára, voru athuguð. Kólesteról, HDL-kólesteról, Lp(a) (RIA), apo-B og apo-AI (ELISA) voru mæld á Rannsóknastöð Hjartavemdar. Apo-E arfgerðir voru ákvarðaðar á DNA úr hvítum blóðkomum (PCR, Hhal ensím). Niðurstööur E2 arfgerð meðal karla hafði marktækt lægra heildarkólesteról, LDL-kólesteról, apo-B og Lp(a) gildi en hins vegar hærri HDL-kólesteról og apo-AI gildi. Meðal kvenna voru niðurstöður í sömu átt en náðu ekki marktækni nema fyrir LDL-kólesteról. Ef þessar niðurstöður meðal E-arfgerða karla eru settar inn í þekkta áhættustuðla fyrir kransæðadauðsföll (ferilrannsókn Hjartaverndar) fæst að áhætta E4 arfgerðar er tvöföld miðað við útreiknaða áhættu E2 arfgerðar. Átyfcbm Apo-E arfgerð virðist hafa marktæk áhrif á þéttni fituprótína meðal karla, kólesteról, HDL-kólesteról og Lp(a). Sérstaklega virðist ap>o-E2 arfgerð tengd fituprótínaprófíl sem kann að vernda gegn kransæðasjúkdómum. Þetta þarfnast þó staðfestingar í framsýnni ferilrannsókn.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.