Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 22
22 LÆKN ABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 AFBRIGÐILHG HREINSUN MÓTEFNAFLÉTTA ÚR BLÓÐI SJÚKLINGS MEÐ KOMPLÍMENTSKORT (C2) OG LUPUS, LEIÐRÉTTIST EFTIR PLASMAGJÖF SEM EINNIG EYÐIR SJÚKDÓMSEINKENNUM SJÚKLINGS. Kristián Erlendsson. Helgi Valdimarsson, Kristján Steinsson, Kevin Davis, Mark Peters, Hugh Beynon og Mark Walport. Ónæmisfræði- og lyflækningadeild Landspítalans og gigtardeild Hammersmith Hospital, London. Einstaklingar með meðfæddan skort á þáttum klassiska ferils komplímentkerfisins hafa greinilega hærri tiðni lupus. Sjúklingur með skort á 2. þætti kompliments (C2) og lupus hefur verið meðhöndlaður með plasma í tæp 7 ár. Þannig hefur í hvert sinn náðst klínisk remission, sem varir í 6-8 vikur. Við höfum notað 123I-HBs:anti-HBs mótefnafléttur (IC) til að rannsaka hreinsun IC hjá þessum sjúklingi með gamma-skönnun. Sjúklingurinn var rannsakaður rétt fyrir plasmagjöf og aftur strax að gjöf lokinni. Fyrir gjöf var C2 og CH50=0; eftir gjöf var CH50 85% og C2 55% af normal gildum. Fjöldi komplímentviðtaka á rauðum blóðkornum (E-CRl) breyttist ekki við meðferð. Fyrir plasmagjöf voru 123I-IC hreinsaðar hratt (t-half 2.8 min.) og fóru hratt til lifrar (T 90% 5.66 mín.) en engar til milta. <2% IC bundust E-CRl. Eftir plasmagjöf færðust þessir þættir í eðlilegt horf; hreinsun hægari (t-half 7 min.;T 90% (lifur) 27 mín.) og 22% af IC fóru til milta. 72% IC bundust nú E- CRl á 2 mín. 99m Tc- colloid skann fyrir og eftir plasmagjöf sýndi eðlilega upptöku í lifur og milta. Rannsóknin sýnir að þessi sjúklingur með C2 skort hreinsar IC afbrigðilega úr blóði, á sama máta og lupus sjúklingar án primer komplimentskorts. Jafnframt er sýnt fram á að hreinsunin færist i eðlilegt horf eftir plasmagjöf á sama tíma og einkenni sjúklings hverfa. Auk þess sýnir rannsóknin að upptaka IC í milta er háð eðlilegu starfi komplímentkerfisins. SAMBAND GIGTARÞÁTTA OG KRABBAMEINS. Höfundar : Þorhiörn Jónsson. Jón Þorsteinsson, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa í ónæmisfræði og Lyflækningadeild Landspítalans. Mótefni gegn Fc hluta IgG mótefna finnast í einhverjum mæli i heilbrigðum einstakingum og er talið að þau geti tekið þátt í stýringu eðlilegra ónæmisviðbragða. Magn þessara mótefna eykst hins vegar verulega i flestum sjúklingum með iktsýki og suma aðra gigtarsjúkdóma. Þessi mótefni hafa því verið kölluð gigtarþættir (rheumatoid fators, RF). Hækkanir á RF hafa einnig fundist í öðrum sjúkdómum, til dæmis krabbameini. Umdeilt hefur verið hvort magn RF geti gefið vísbendingar um æxlismagn eða horfur krabbameinssjúklinga. Kynntar verða niðurstöður tveggja rannsókna á sambandi krabbameins við RF magn og gerðir. Árið 1987 var könnuð tíðni krabbameins, horfur og afdrif hjá 493 RF jákvæðum og neikvæðum einstaklingum, sem höfðu tekið þátt í hóprannsókn Hjartaverndar á árunum 1974 til 1983. í framhaldi af þessari athugun var i samvinnu við Krabbameins- félagið gerð könnun á RF magni og gerðum hjá konum með brjóstakrabbamein. í Ijós kom marktækt aukin krabbameinsáhætta hjá einstaklingum með hækkun á IgA RF. Einnig vegnaði krabbameinssjúklingum með IgA RF hækkun verr en þeim sem ekki höfðu hækkun á þessari RF tegund. Heildardánartíðni einstaklinga með hækkun á IgA RF var einnig hærri en annarra. Konur með brjóstakrabbamein á stigi >11 höfðu meira magn af IgA RF en heilbrigðar konur eða konur með staðbundin æxli. Ekki er ljóst hvers vegna IgA RF hefur sterkari tengsl við krabbamein en aðrar RF gerðir. Þó er rétt að benda á að IgA mótefni ræsa illa eða ekki komplimentkerfið, öfugt við IgM og IgG mótefni. Einnig er hugsanlegt að hækkun á IgA RF sé merki um óeðlilega virkni ónæmiskerfisins í kirtlum eða slímhúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.