Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 14
14 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 BEINÞÉTTNI HRYGGJAR HJÁ ÍSLENSKUM KONUM, MÆLD MEÐ SNEIÐMYNDATÖKU ÁN YTRI STAÐLA. Hrefna Guðmundsdóttir. Birna Jónsdóttir, Smári Kristinsson, Ari Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson. Borgarspítalinn, Reykjavík. Beinþéttni íslenskra kvenna hefur ekki verið athuguð áður hér á landi þó að tíðni lærbeinsbrota sé með því hæsta sem þekkist. Þéttni frauðbeins í hrygg var mæld með magnákvarðandi sneiðmyndatöku (quantitative computer tomography, QCT) hjá 209 heilbrigðum konum á aldrinum 35-64 ára sem fundnar voru af handahófi í götuskrá. Notaði voru innri staðlar, vöðvar og húðfita, í stað hefðbundinna ytri staðla (external phantoms) til magnákvörðunar á beinþéttni. Við fundum að meðaltali 2,4mg/cm3 (1,8%) tap á ári frá 35 til 64 ára aldurs. Hraðara fall var eftir tíðahvörf eða 4,4% tap á ári fyrstu 1-5 árin eftir tíðarhvörf eða 5-falt hraðara frauðbeinstap borið saman við 11-15 ár eftir tíðahvörf. Sjá niðurstöður í töflu; aldurshópar fiöldi beinbéttni ^SF* 35-39 7 139 ± 14 40-44 10 118 ± 25 45-49 70 123 ± 23 50-54 40 99 ± 28 55-59 45 85 ± 26 60-64 37 78 ± 25 * meöalbeinþéttni (mg/cm3) ± staölafrávik Breytistuðull (coefficient of variation, reproducibility) aðferðarinnar var 1.9%, sem er sambærilegt við hina hefðbundnu aðferð þar sem ytri staðlar eru notaðir. Borið saman við erlendar rannsóknir virðist beinþéttni íslenskra kvenna vera marktækt lægri en hraði beintaps vera svipaður. Við álítum aðferðina vel fallna til hópleitar hjá konum í kringum tíðahvörf og til að fylgja konum eftir með þekkta beingisnun. STÆRÐ RAUÐRA BLÓÐKORNA HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ LANGVINNA TEPPUSJÚKDÓMA Kristín Leifsdóttir. Sigmundur Magnússon, Tryggvi Ásmundsson. Rannsóknastofa í blóömeinafræöi og lyflækningadeild Landspítalans. í listum um deiligreiningu á macrocytosis er þess oft getiö aö langvinnir teppusjúkdómar í lungum geti valdiö non-megaloblastiskri macrocytosis. Byggir þetta aöeins á 2 rannsóknum (O'Neill BJ et al.Red-cell macrocytosis in chronic obstructive airway disease. Med. J. Australia 1972; i, 283 og Pavlovic-Kentera V et al. Erythropoietin level and macrocytosis in patients with chronic pulmonary insufficiency. Respiration 1977; 34: 213-219). Lungnasérfræöingar hér á landi höföu ekki tekiö eftir macrocytosis hjá sjúklingum meö öndunarbilun af völdum teppusjúkdóma og var því ákveöiö aö rannsaka þetta frekar. Rannsakaöir voru 19 sjúklingar meö langvarandi lungnateppu á Vífilsstaöspítala og jafnmargir einstaklingar á sama aldri en án lungnasjúkdóm á elliheimili. Sjúklingarnir höföu allir Pa02< 60 Torr aö staöaldri. Leitast var viö aö útiloka aörar orsakir sem gætu haft áhrif á stærö rauöra blóökorna. Tekin var sjúkrasaga hjá öllum og aflaö upplýsinga um áfengisnotkun, miltistöku og lyfjanotkun sem gæti haft áhrif á stærö rauöra blóökorna. Eftirfarandi blóörannsóknir voru framkvæmdar: Almenn blóörannsókn og blóöstrok. Taldar netfrumur. Mælt sökk, Bi2, fólinsýra, járn, járnbindigeta, ferritin, erythropoietin, bilirubin, alk. fosfatasi, ASAT, ALAT, G-GT, LD, T3, T4 og TSH. Einn sjúklingur reyndist hafa járnskort og var því sleppt úr rannsókninni. Aörar ástæöur sem valda breytingum á stærö rauöra blóökorna voru ekki til staöar. Eftirfarandi tafla sýnir niöurstööur: Fjöldi Aldur Rbk x1012/| MCV (fl) Netfrumur, % Erythropoietin, Sjúklingar 18 78 (65-88) 4.304 (3.51-4.99) 89.4(78.8-97.3) 1.16 (0.2-2.4) U/l 3.5 (0-19.5) Samanburöarhópur 19 79 (66-88) 4.525 (3.78-5.85) 90.6 (84.8-99.3) 1.6 (0.5-3.3) 4.1 (0-7.5) Niöurstööur sýna aö sjúklingar meö langvinna lungnateppu og súrefnisskort af þeim völdum hafa ekki macrocytosis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.