Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 40
40 ALGENGI HEPATITIS-B MARKA HJÁ STARFSFÓLKI FSA 1990 FRIÐRIK E. YNGVASON. LJKNIR L-deild FSA. LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 Starfsmenn FSA hafa í mjög litlum mæli verið bólusettir gegn Hepatitis-B. Eftir að 2 smitandi Hepatitis-B tilfelli komu á spitalann var rannsókn á mörkum Hepatitis-B veiru á starfsfólki FSA hrint af stað að tilhlutan sýkingarvarnanefndar læknaráðs. Rannsóknin fór fram um mitt ár 1990. Öllu starfsfólki nokkurra deilda spitalans var boðin þáttaka, alls 226 starfsmenn. U.þ.b. helmingur kom að jafnaði í snertingu við blóð i starfi sinu en hinn helmingurinn ekki. 192 starfsmenn skiluðu blóðsýni og spurningarlista. Spurt var um starfsár á FSA og öðrum spítölum, blóðgjafir og gulu. Einnig um nálarstunguslys af blóðmenguðum nálum eða annað mögulegt blóðsmit. Blóðsýni voru rannsökuð af Rannsóknarstofu í veiru- og ónæmisfræði og mælt anti HBc með Elisaaðferð. Hjá þeim sem jákvæðir reyndust var einnig mælt HBsAg og anti HBs. Niðurstöður: Þeir sem svöruðu voru 19 karlar og 173 konur, meðalaldur var 39 ára. Átta þeirra voru anti HBc jákvæðir. Þetta er aðeins 4,17%. Af þessum 8 eru 2 fæddir erlendis og dvöldu þar fram á fullorðnisár. Ef þeir eru frátaldir verður tíðnin aðeins 3,16%. í hópi þessarra 6 er læknir, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur, ritari og 2 starfsstúlkur. Þrir höfðu fengið gulu. Enginn þeirra var með jákvæð mörk fyrir Hepatitis-B. Fyrir nálarstunguslysi af blóðmenguðum nálum höfðu orðið 61 af 192 eða 32%. Hátt hlutfall þessarra slysa er hjá hjúkrunarfræðingum, læknum og meinatæknum eða um 60% en hæst hjá ljósmæðrum 100%. Spurningu um mögulegt annað blóðsmit var svarað játandi i háu hlutfalli (50-60%) hjá þessum starfstéttum. Ályktun: Tiðni Hepatitis-B marka í sermi starfsfólks FSA er lág og allnokkru lægri en fundið hefur verið á Borgarspítala hjá starfsfólki (7.7%) og utanspítalasjúklingum (5.4%), (Haraldur Briem 1990). Tiðni nálarstungna og mögulegs blóðsmits er hins vegar svo há hjá meinatæknum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og læknum að ástæða er til að bjóða viðkomandi starfsmönnum bólusetningu. Hugsanlega á að bæta við sjúkraliðum. ALDURSBUNDIÐ ALGENGI MÓTEFNA GEGN CHLAMYDIA PNEUMONIAE Á ÍSLANDI. HelgL_K. Sigurðsson. Sigurður Einarsson, Sólveig Magnúsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Haraldur Briem, Sigurður Guðmundsson. Lyfjadeild og sýkladeild Borgarspítala, Rcykjavík. Chlamydia pnewnonia er tiltölulega nýgreindur sýkill, sem er algeng orsök sýkinga bæði í efri og neðri hluta öndunarfæra. f nýlegum athugunum í nálægum löndum hefur algengi mótefna gegn C. pnewnonniae reynst vera frá 50-60% hjá fólki eldra en 10 ára. Ekkert er vitað um tíðni eða aldursdreifingu sjúkdómsins hér á landi og þvf ákváðum við að kanna dreifingu mótefna gegn C. pnewnoniae hjá íslendingum. Rannsóknin var gerð á 883 sermisýnum úr sýnabanka sem safnað hafði verið frá einstaklingum á aldrinum 10- 99 ára sem komið höfðu t ýmiss konar blóðrannsóknir á Borgarspítala á tímabilinu frá mars 1989 til maf 1990. Aukalega voru fengin 49 sýni frá vistmönnum á Hrafnistu í Reykjavík (90-99 ára) og 78 sýni frá bömum yngri en 10 ára fengust frá rannsóknardeild Landspítalans. Sýnunum var deilt í hópa eftir aldri einstaklinga og spannaði hver hópur 10 ára tímabil. Sýni voru geymd við -30°C fram að mælingu. IgG og IgM mótefni voru mæld með flúrskinsaðferð (micro immunofluorcscence). Jákvæð sýni voru þau talin, þar sem IgG títer 2:1/32 og IgM al/ló. Heildarfjöldi mældra sýna var 1010, og í hverjum aidurshópi voru frá 78 til 107 sýni (meðaltal±staðalfrávik: 101±9). Algengi IgG og IgM mótefnasvörunar eftir aldurshópum var scm hér segir: Aldurs- IgG IgM Aldurs- IgG IgM hópur (%) <%) hópur (%) (%) 0-9 14 0 50-59 62 5 10-19 39 1 60-69 65 8 20-29 49 0 70-79 51 4 30-39 54 0 80-89 51 4 40-49 60 1 90-99 65 13 Meðal algengi IgG í aldurshópunum var 51±15% (14- 65%). Hvorki reyndist kynja- né árstfðamunur á algengi Algengi IgG mótefna var lægst fyrir 10 ára aldur (p<0.001) en fór síðan stigvaxandi til sjötugs (P<0.005) Algengi IgM var hæst hjá elsta aldurshópnum (p<0.05). og tfðni nýsýkinga var marktækt lægri meðal fólks <50 .íra en þeirra sem eldri voru (pxO.OOl). Skv. þessum niðurstöðum er algengi C. pnewnoniae sýkingar hátt á fslandi og svipað þvf er greinst hefur f nálægum löndum austan hafs og vestan. Hátt algengi IgM i elsta aldurshópnum er athyglisvert og vekur upp spumlngar um möguleika á endursýkingum hjá þeim einstaklingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.