Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 54
54 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 BANDVEFSMYNDANDI LUNGNABÓLGA MEÐ BERKJUNGATEPPU (Bronchiolitis Obliterans Organizing Pneumonia - BOOP). Klínísk sérkenni 19 sjúklinga á íslandi. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, Steinn Jónsson. Bjarni Agnar Agnarsson, Tryggvi Ásmundsson. Lyflæknisdeildir Landakotsspítala og Land- spítala. Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði. BOOP er fremur sjaldgæfur bandvefsmyndandi bólgusjúkdómur í lungum og margt bendir til að um sé að ræða ósérhæft vefjasvar við ýmis- konar skaða í lungum. Við athuguðum sjúkra- skýrslur nítján sjúklinga með BOOP, sem greindust á árunum 1983-1991 (tíu karlar/níu konur, meðalaldur 64,8 ár). Sautján sjúkling- anna höfðu öndunarfæraeinkenni fyrir grein- ingu. Algengustu einkennin voru hósti án upp- gangs, mæði og hiti. Einkenni höfðu sjaldan varað lengur en í átta vikur fyrir innlögn. Teikn við líkamsskoðun voru almennt fátækleg og voru innöndunarbrakhljóð algengust. Vægt blóðleysi, hækkað sökk, lítilsháttar fjölgun hvítra blóðkoma og ildisskortur í slagæðablóði fannst iðulega. Þéttar (alveolar) íferðir voru algengar breytingar á lungnamyndum þessara sjúklinga. Sýnataka með berkjusjá var gerð í átján tilfellum og leiddi til greiningar í fimmtán þeirra (83%). Sex sjúklingar (32%) voru með BOOP af óþekktum toga. Þrettán (68%) voru með BOOP í tengslum við bakteríulungnasýkingar, sjálfsofnæmissjúkdóma eða illkynja æxli. Tólf sjúklingar voru meðhöndlaðir með barksterum (prednísólón 30-60 mg/dag) í mislangan tíma og leiddi það til bata í öllum tilvikum. Versnun var hins vegar algeng og kom fyrir hjá ríflega helmingi þeirra (57%). Gátu liðið allt að tíu mánuðir þar til hún kom fram og barkstera- skammtar höfðu iðulega verið minnkaðir niður fyrir 15 mg/dag. Sjúklingum batnaði aftur þegar barksteraskammtar voru auknir á ný. Fjórir sjúklingar fengu eingöngu sýklalyf og hlutu þeir allir bata. BOOP í tengslum við þekktan orsakavald hefur ávallt verið talið sjaldgæft og hin háa tíðni þess í okkar sjúklingahópi er einstök. í ljósi þessa mælum við með gaumgæfilegri leit að með- virkandi kvilla (t.d. lungnasýkingu) við upp- vinnslu á BOOP. Barksterameðferð er kjör- meðferð við BOOP þó svo að versnun sé algeng á meðferðartíma. BREYTINGAR í BLÓÐI OG SERMI VIÐ REYKINGAR OG REYKBINDINDI Þorsteinn Blöndal, Heilsuvemdarstöð Reykjavfkur/ Lyflækningadeild Landspítalans, Döra Lúðvíksdóttir Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Rannsóknastofa Landspítalans í Blóðmeinafræði, Mikael Franzon Kabi Pharmacia og Sif Ormarsdóttir, Lyflækningadeild Akademiska sjúkrahússins í Uppsölum. Tilgangur rannsóknarinnar var að huga að mæligildum blóðrauða, hvítra blóðkoma, kólesteróls, háþéttni lípóprótína (HDL), þríglýserfða (TG), ffbrfnógens, TSH, T4, T3 og immúnóglóbúlín E (IgE) hjá þeim sem reykja og hvort þessi gildi breytist við reykbindindi. Aðferðir: Mælingar vom framkvæmdar með hefðbundnunt hætti af Rannsóknastofu Landspítalans í Blóðmeinafræði. Efniviðurinn var 157 reykingamenn sem tóku þátt f námskeiði gegn reykingum. Sýni vom tekin áður en þeir hættu að reykja og svo eftir þrjár vikur, þrjá mánuði, sex mánuði og tvö ár. Þátttakendur vom slembaðir og fengu af handahófi ýmist nikótín nefúða í allt að eitt ár eða lyfleysu með piparefni. Gögnin að neðan miðast við sex mánaða lylgitfma hjá þeim sem þá vom enn f reykbindindi. Við tölfræðircikning var notað parað t-próf. Niðurstöður: Meðalgildi blóðrauða breyttist frá 145.9 í 142.7 g/1 (p<.000). Hvít blóðkom breyttust úr 8.00 í 6.28 (pcOOO). Meðalgildi kólesteróls (sermi breyttist úr5.76 í 6.29 (p<.004). Meðalgildi HDL breyttist úr 1.28 f 1.38 (p<.001). Meðalgildi TG breyttist úr 1.37 í 1.50 (p<.370). Fíbrínógen í sermi breyttist úr 3.55 í 3.14 (pcOOO). IgE breyttist úr 47.7 í 41.2 (pc527). Ályktanir: Reykbindindi hafði áhrif til lækkunar á hvít blóðkom, sem túlka má sem merki um minni bólgu í líkamanum. Fíbrínógen lækkaði og HDL hækkaði sem em áhrif í þá átt að bæta áhættuspegil æðakölkunar. Hækkun á kóiesteróli og þríglýseríðum verkar þó á móti og getur byggst á því, að hjá þcim þar sem reykingar tóku sig ekki upp hækkaði líkamsþyngd umtalsvert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.