Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 13 S3ÓNUSKEMMDIR OG SOÓNSKERPA í TÝPU II SYKURSÝKI.ÁRANGUR FORVARNARMEDFERÐAR. Höfundar Einar Stefánsson,3óhannes Kári Kristinsson, Ingimundur Gíslason, Friðbert Oónasson og Sigurður Björns- son. Stofnun Augndeild Landakotsspíta1a, læknadeild Háskóla íslands. Árið 1980 var komið á kerfisbundnum augnskoðunum og meðferð,þegar við á, fyrir sykursjúka á íslandi. Áður hefur verið sagt frá niðurstöðum framvirkrar könnunar vegna týpu I sykursýki, en í þessari könnun er sagt frá sjúklingum með týpu II sykursýki og hóparnir tveir bornir saman. 245 sjúklingar með týpu II sykursýki hafa verið skoðaðir minnst árlega og sumir fengið leysimeðferð í samræmi við skilmerki DRS og ETDRS rannsóknanna í Bandaríkjunum. Sjónuskemmdir vegna sykursýki fundust hjá 41% sjúklinga og þar af höfðu 7 nývefjamyndandi sjónuskemmdir. Af þeim sem höfðu haft sjúkdóminn í 20 ár eða meir, reyndust 58% hafa einhverjar sjónuskemmdir, þar af 10% nývefjamyndandi sjónuskemmdir. 10% sjúklinga hafði fengið leysimeð- ferð vegna bjúgs á miðsvæði sjónhimnu. 91% sjúklinga hafði sjón 6/12 eða meiri í betra auganu, 1.6% hafði sjón 6/60 eða verri í betra auganu og voru þvi lögblindir. Það er nokkur munur á astandi augna og sjónskerpu í týpu I og týpu II sykursýki. 1 týpu II syk- ursýki eru sjónuskemmdir fyrr á ferð- inni og sjónskerpa nokkru verri en í týpu I. ANABÓLÍSKIR STERAR Á ÍSLANDI, TILRAUN TIL KÖNNUNAR Á NOTKUN. Solveig Sigurðardóttir, Einar Magnússon ogÁsiráður B. Hreiðarssoji. Háskóli íslands, lyfjafræði lyfsala, Heilbrigðisog tryggingamálaráðuneytið, lyfjamáladeild, Landspítalinn, lyflækningadeild. Mikið hefur veriðrætt um meintamisnotkun íþróttamanna hér á landi á anabólískum sterum, en minna verið gert af því að kanna umfang vandans. Eina skipulagða athugunin var gerð af landlæknisembættinu með dreifibréfi til lækna, en sú athugun leiddi í ljós að einhver hluti íþróttamanna hefur leitað til lækna vegna aukaverkana steralyfjanna eða til þess að biðja um lyfseðil á þessi lyf. Tilgangurinn með rannsókn þeirri, er hér greinir frá, var að öðlast meiri upplýsingar um meinta misnotkun lyf- janna hér á landi. Rannsóknin var tvíþætt: í fyrsta lagi var möguleg notkun lyfjanna könnuð með dreifingu spumingalista til íþróttamanna, og í öðm lagi var umfang löglegrar sölu vefaukandi lyfja og andrógena á landinu kannað. Spurningalista með loforði um nafnleynd var dreift til 30 einstaklinga, sem stunduðureglulegaþjálfun áákveðinni líkamsræktarstöð. Einungis bárust úrlausnir frá 15 einstaklingum (50% svörun), þar af var ein kona og var henni sleppt við úrvinnsluna. Af hinum 14 sögðust 4 (3 vaxtarræktarmennog 1 knattspyrnumaður)eða29%nota eða hafa notað stera. Meðaalaldur steranotendanna var 32 ár (21-56 ár), en meðalaldur þeirra, sem ekki kváðust hafa notað stera, var 31 ár (23 -53 ár.) Steranotendurnir æfðu að meðaltali 5.25 sinnum í viku og höfðu æft í 9 ár að meðaltali, en hinir æfðu 4.1 sinni t viku og höfðu æft í 7.7 ár að meðaltali. Mennimir fjórir höfðu notað steralyf í 3 -7 ár, og allir notuðu þeir töflur og stungulyf saman (hleðsluaðferðin). Eftirfarandi aukaverkanir höfðu komið fram: aukin kynhvöt: 2, brjóstastækkun: 2 (leiddi til skurðaðgerðar í öðru tilfellinu), bólur í húð : 2 og getu- leysi: 1 Urtakið í þessari fyrstu könnun sinnar tegundar hér á landi er of smátt til þess að hægt sé að draga víðtækar ályktanir af niðurstöðunum. Það að 28% notuðu lyfin, samsvarar þó mjög vel niðurstöðum sambærilegra erlendra kannana. Full þörf er á umfangsmeiri könnun. Athugun á löglegri heildarsölu vefaukandi lyfja og andrógena hér á landi á árunum 1978-1990 leiddi í ljós marktæka aukningu á sölu lyfjanna á þessu tímabili. Frá árinu 1982 er salan nokkuð jöfn eða um 250 DDD (skilgreindir dagsskammtar) á dag, en frá árinu 1988 verður skyndileg aukning á heildarsölu, sem nær hámarki árið 1990 í 375 DDD á dag (33% aukning). Ósennilegt er að fjöldi sjúklinga, sem þurfa á meðferð með þessum lyfjum að halda, hafi aukist svo skyndilega. Má þvíleiða getum að því að eitthvað af aukningunni skýrist af notkun fþróttamanna. Aftur á móti er rétt að hafa í huga að skammtar þeir sem íþróttamenn segjast nota eru margfalt hærri en lækningalegir skammtar, og má því álykta að einungis mjög lítill hluti notkunar þeirra sé innifalinn í ofangreindum sölutölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.