Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 51 ÞÉTTNI FITUPRÓTÍNA í ÍSLENDINGUM Garfiar Sigurftsson. Ásdís Baldursdóttir, Vilmundur Guðnason, Gunnar Sigurðsson. Rannsóknarstöð Hjartavemdar, Reykjavík. Lyflækningadeild Borgarspítalans, Reykjavík. Charing Óoss Sunley Research Centre, London Rannsóknir Hjartavemdar hafa hingað til beinst að mælingum á heildarkólesteróli, þríglýseríðum og hafa þessar mælingar verið notaðar til að meta áhættu einstaklinga fyTÍr kransæðastíflu. Apoprótín (apo) AI er eitt meginprótín háþétmi fituprótíns (high density lipoprotein, HDL)og apo B er meginprótín lágþéttni fituprótíns Oow density lipoprotein, LX)L). Fituprótín (a) (Lp(a)) samanstendur af apo (a) og LDL. í nokkmm rannsóknum hefur apo AI haft sterkt neikvætt forspárgildi um kransæðastíflu og apo B haft svipað forspárgildi og heildarkólesteról og LDL-kólesteról. Há gildi af Lp (a) hefur verið tengd aukinni hættu á kransæðastíflu. Rannsókn okkar beindist að því að mæla apo AI, B og (a) í almennu íslensku þýði. Urtak var 317 Islendingar (151 karlar og 166 konur) á aldursbilinu 15-79 ára úr Neyslukönnun Manneldisráðs 1990. Apo AI og B voru mæld með vélvæddri immunoturbidimetric aðferð (Cobas Mira, Roche). Apo (a) var mælt með radioimmunoassay (Pharmacia Diagnostics AB, Svíþjóð). Gefið var að 1 U/1 apo (a) samvaraði 0,1 mg/dl Lp (a). Að auki voru mæld gildi fyrir heildarkólesteról, þríglýseríð og HDL-kólesteról. LDL-kólesteról var reiknað út frá jöfnu Friedewalds. Heildarbreytistuðull (coefficient of variation) fyrir mælingar á apo AI og B voru 3,4% og 3,0%, og fyrir apo (a) 6,4%. Enginn munur var á aldursdreifingu milli karla og kvenna. Meðalþéttni apo AI í körlum og konum var 144,9 (±20.6) og 161,7 (±23,5) mg/dl og var marktækur munur milli kynjanna (p<0,001). Meðalþéttni apo B var marktækt hærri í körlum, 120,1 (±25,8) á móti 111,6 (±28.6) mg/dl í konum (p<0,01). Apo B í báðum kynjum (r=0,45-0,62, p<0,001), ásamt apo AI í konum (r=0,26, p<0,01) höíðu marktæka fylgni við aldur. Apo ÁI hafði sterka fylgni við HDL-kólesteról (r=0,85 og 0,86) (p<0,001), einnig var sterk fylgni milli apo B og LDL-kólesteróls (r=0,89 og 0,94). Lp (a) var ekki normaldreift og mældist meðalþétmi 24,7 (±31,1) mg/dl í körlum en 26,3 (±32,3) mg/dl í konum og var munurinn ekki marktækur. Aðferðimar við mælingar á apo AI, B og (a) virðast góðar og niðurstöður apoprótinmælinganna eru sambærilegar við þær sem hafa fengist í rannsóknum meðal annarra Evrópuþjóða. SAMSPIL SKERÐIBÚTABREYTILEIKA f STÝRISVÆÐI Á APOPRÓTÍN AI OG REYKINGA ÁKVARÐAR ÞÉTTNI PRÓTÍNSINS í BLÓÐI Garðar Sieurðsson. Vilmundur Guðnason, Gunnar Sigurðsson, Steve Humpries. Charing Cross Sunley Research Centre, London. Rannsóknarstöð Hjartavemdar og Lyflækningadeild Borgarspítalans. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að hætta á kransæðasjúkdómi er aukin með reylángum en minnkar með hærri þéttni á apoprótíni (apo) AI og kólesteróli háþéttni fituprótíns (high density Úpoprotein, HDL). En apo AI er megin prótt'n HDL. Nýleg íslensk rannsókn hefur sýnt ffam á að 1% breyting á apo AI veldur 2% breytingum á afstæðri áhættu (relative risk, rr) fyrir kransæðastíflu. Ættarrannsóknir benda til þess að 44- 60% af þétmi apo AI ráðist af erfðum. Þekkt er að reykingar valdi lækkun á þéttni á apo AI og HDL. Þekkt er að basabreytingin á Gúanfn (G) yfir í Adenín (A) f stöðu -75 í stýrisvæði (promoter) apo AI hafi áhrif á tjáningu gensins og veldur þessi basabreyting eyðileggingu á skerðistað fyrir skerðiensfmið Msp I. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að athuga tíðni og áhrif þessarar basabreym á apo AI og HDL-kólesteról í íslensku þýði. _ Úrtak var 317 íslendingar (151 karl og 166 konur) úr almennu þýði. Á einfaldan og fljótlegan hátt mátti greina basabreytuna með ensímhvattri fjöldföldun (polymerase chain reactíon, PCR) á kjamsýrubútí í stýrisvæði apoAI, klippingu á þeim bútí með skerðiensíminu Mspl og rafdrættí. Reykingar vom tengdar 5% lækkun á apo AI (p<0.025) og 11% Iækkun á HDL (p<0.01) í körlum en 6% lækkun á apo AI (p<0.025) og 7% lækkun á HDL (p<0.05) í konum. Hlutfall einstaklinga með A set (allele) var 0.23. Ef einungis var litíð á þá karla sem ekki reyktu (70%) þá vom þeir sem höföu A sedð með 9% hærra gildi af apo AI en þeir sem vom arfhreinir um G setíð (p<0.01) og mætti áætla að þeir heföu 18% lækkun á rr fyrir kransæðastíflu. Áhrif reykinga vom sfðan könnuð innan hverrar arfgerðar og máttí sjá að meðal karla sem höföu A setíð vom áhrifin mest og vom þeir sem reyktu með 23% lægri gildi af apo AI miðað við þá sem ekki reyktu (p=0.005) og því með um 46% hækkun á rr, ef aðeins er tekið mið af breytingum á þéttni apoAI. Meðal þeirra karla sem aðeins höfðu G setíð var munurinn á þéttni apo AI milli þeirra sem reyktu og þeirra sem ekki reyktu minni eða 2% og ekki marktækur. Breytingar á HDL- kólesteróli fylgdu breytingum á apo AI. Tölffæðileg tengls (ANOVA 2-way interaction) milli reykinga og skerðibútabreytileika vom marktæk í körlum (F=5.870, p=0,017). Ekki fundust sömu tengsl milli reykinga og arfgerðar í konum. Rannsókn sem þessi hjálpar til að greina samspil umhverfis og erfða í áhættuþáttum kransæðasjúkdóma og gætí stuðlað að markvissari fyrirbyggingu þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.