Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Síða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 51 ÞÉTTNI FITUPRÓTÍNA í ÍSLENDINGUM Garfiar Sigurftsson. Ásdís Baldursdóttir, Vilmundur Guðnason, Gunnar Sigurðsson. Rannsóknarstöð Hjartavemdar, Reykjavík. Lyflækningadeild Borgarspítalans, Reykjavík. Charing Óoss Sunley Research Centre, London Rannsóknir Hjartavemdar hafa hingað til beinst að mælingum á heildarkólesteróli, þríglýseríðum og hafa þessar mælingar verið notaðar til að meta áhættu einstaklinga fyTÍr kransæðastíflu. Apoprótín (apo) AI er eitt meginprótín háþétmi fituprótíns (high density lipoprotein, HDL)og apo B er meginprótín lágþéttni fituprótíns Oow density lipoprotein, LX)L). Fituprótín (a) (Lp(a)) samanstendur af apo (a) og LDL. í nokkmm rannsóknum hefur apo AI haft sterkt neikvætt forspárgildi um kransæðastíflu og apo B haft svipað forspárgildi og heildarkólesteról og LDL-kólesteról. Há gildi af Lp (a) hefur verið tengd aukinni hættu á kransæðastíflu. Rannsókn okkar beindist að því að mæla apo AI, B og (a) í almennu íslensku þýði. Urtak var 317 Islendingar (151 karlar og 166 konur) á aldursbilinu 15-79 ára úr Neyslukönnun Manneldisráðs 1990. Apo AI og B voru mæld með vélvæddri immunoturbidimetric aðferð (Cobas Mira, Roche). Apo (a) var mælt með radioimmunoassay (Pharmacia Diagnostics AB, Svíþjóð). Gefið var að 1 U/1 apo (a) samvaraði 0,1 mg/dl Lp (a). Að auki voru mæld gildi fyrir heildarkólesteról, þríglýseríð og HDL-kólesteról. LDL-kólesteról var reiknað út frá jöfnu Friedewalds. Heildarbreytistuðull (coefficient of variation) fyrir mælingar á apo AI og B voru 3,4% og 3,0%, og fyrir apo (a) 6,4%. Enginn munur var á aldursdreifingu milli karla og kvenna. Meðalþéttni apo AI í körlum og konum var 144,9 (±20.6) og 161,7 (±23,5) mg/dl og var marktækur munur milli kynjanna (p<0,001). Meðalþéttni apo B var marktækt hærri í körlum, 120,1 (±25,8) á móti 111,6 (±28.6) mg/dl í konum (p<0,01). Apo B í báðum kynjum (r=0,45-0,62, p<0,001), ásamt apo AI í konum (r=0,26, p<0,01) höíðu marktæka fylgni við aldur. Apo ÁI hafði sterka fylgni við HDL-kólesteról (r=0,85 og 0,86) (p<0,001), einnig var sterk fylgni milli apo B og LDL-kólesteróls (r=0,89 og 0,94). Lp (a) var ekki normaldreift og mældist meðalþétmi 24,7 (±31,1) mg/dl í körlum en 26,3 (±32,3) mg/dl í konum og var munurinn ekki marktækur. Aðferðimar við mælingar á apo AI, B og (a) virðast góðar og niðurstöður apoprótinmælinganna eru sambærilegar við þær sem hafa fengist í rannsóknum meðal annarra Evrópuþjóða. SAMSPIL SKERÐIBÚTABREYTILEIKA f STÝRISVÆÐI Á APOPRÓTÍN AI OG REYKINGA ÁKVARÐAR ÞÉTTNI PRÓTÍNSINS í BLÓÐI Garðar Sieurðsson. Vilmundur Guðnason, Gunnar Sigurðsson, Steve Humpries. Charing Cross Sunley Research Centre, London. Rannsóknarstöð Hjartavemdar og Lyflækningadeild Borgarspítalans. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að hætta á kransæðasjúkdómi er aukin með reylángum en minnkar með hærri þéttni á apoprótíni (apo) AI og kólesteróli háþéttni fituprótíns (high density Úpoprotein, HDL). En apo AI er megin prótt'n HDL. Nýleg íslensk rannsókn hefur sýnt ffam á að 1% breyting á apo AI veldur 2% breytingum á afstæðri áhættu (relative risk, rr) fyrir kransæðastíflu. Ættarrannsóknir benda til þess að 44- 60% af þétmi apo AI ráðist af erfðum. Þekkt er að reykingar valdi lækkun á þéttni á apo AI og HDL. Þekkt er að basabreytingin á Gúanfn (G) yfir í Adenín (A) f stöðu -75 í stýrisvæði (promoter) apo AI hafi áhrif á tjáningu gensins og veldur þessi basabreyting eyðileggingu á skerðistað fyrir skerðiensfmið Msp I. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að athuga tíðni og áhrif þessarar basabreym á apo AI og HDL-kólesteról í íslensku þýði. _ Úrtak var 317 íslendingar (151 karl og 166 konur) úr almennu þýði. Á einfaldan og fljótlegan hátt mátti greina basabreytuna með ensímhvattri fjöldföldun (polymerase chain reactíon, PCR) á kjamsýrubútí í stýrisvæði apoAI, klippingu á þeim bútí með skerðiensíminu Mspl og rafdrættí. Reykingar vom tengdar 5% lækkun á apo AI (p<0.025) og 11% Iækkun á HDL (p<0.01) í körlum en 6% lækkun á apo AI (p<0.025) og 7% lækkun á HDL (p<0.05) í konum. Hlutfall einstaklinga með A set (allele) var 0.23. Ef einungis var litíð á þá karla sem ekki reyktu (70%) þá vom þeir sem höföu A sedð með 9% hærra gildi af apo AI en þeir sem vom arfhreinir um G setíð (p<0.01) og mætti áætla að þeir heföu 18% lækkun á rr fyrir kransæðastíflu. Áhrif reykinga vom sfðan könnuð innan hverrar arfgerðar og máttí sjá að meðal karla sem höföu A setíð vom áhrifin mest og vom þeir sem reyktu með 23% lægri gildi af apo AI miðað við þá sem ekki reyktu (p=0.005) og því með um 46% hækkun á rr, ef aðeins er tekið mið af breytingum á þéttni apoAI. Meðal þeirra karla sem aðeins höfðu G setíð var munurinn á þéttni apo AI milli þeirra sem reyktu og þeirra sem ekki reyktu minni eða 2% og ekki marktækur. Breytingar á HDL- kólesteróli fylgdu breytingum á apo AI. Tölffæðileg tengls (ANOVA 2-way interaction) milli reykinga og skerðibútabreytileika vom marktæk í körlum (F=5.870, p=0,017). Ekki fundust sömu tengsl milli reykinga og arfgerðar í konum. Rannsókn sem þessi hjálpar til að greina samspil umhverfis og erfða í áhættuþáttum kransæðasjúkdóma og gætí stuðlað að markvissari fyrirbyggingu þeirra.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.