Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 36
36 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 ALGENGI PENISILLÍN ÓNÆMRA PNEUMÓKOKKA í HEILBRIGÐUM BÖRNUM Karl G. Kristinsson. Ari Axelsson, Þórólfur Guðnason Sýklafræðideild Landspítalans Streptococcus pneumoniae (pneumókokkar) er algengasta orsök eymabólgu, skútabólgu og lungnabólgu. Á síðastliðnum misserum hefur penisillín ónæmum pneumókokkum (PÓP) fjölgað talsvert og hefur það torveldað sýklalyfjameðferð á þessum sýkingum. Flestir PÓPar hafa greinst hjá börnum og þá í einstökum aðgreindum tilfellum en ekki sem hópsýkingar. Grunur hefur leikið á að stofnarnir hafi verið búnir að dreifa sér á barnaheimilum. Því var ákveðið að kanna og bera saman beratíðni PÓPa og sýklalyfjanotkun barna á leikskólum í Reykjavík og á Barnaspítala Hringsins. Á tímabilinu frá janúar til mars 1992 voru tekin nefkoksstrok frá 100 bömum á bamadeildinni og 123 bömum á þremur leikskólum, jafnframt vom foreldrar spurðir um sýklalyfjanotkun bama sinna síðastliðna 6 mánuði. Meðalaldur barnanna var svipaður á báðum RANNSÓKNIR MEÐ FLÆÐIFRUMUSJÁ Á KJARNSÝRU- OG STÆRÐARBREYTILEIKA BAKTERÍA Á EFTIRVERKUNARTÍMA Magnús Gottfreðsson*, Ásbjöm Sigfússon*, Helga Erlendsdóttir#, Sigurður Guðmundsson#. Rannsóknastofa í ónæmisfræði, Landspítala*, sýkladeild og lyflækningadeild, BorgarspítalaL Inngangur: Eftirverkun sýklalyfja (EV, postanti- biotic effect) er skilgreind sem tímabundin hömlun á vexti baktería eftir meðferð með sýklalyfjum, þá lyfin eru horfin af sýkingarstað. Orsakir þessarar vaxtarhömlunar eru óþekktar. Útlitsbreytingar baktería á eftirverkunartíma hafa áður verið rannsakaðar með örsjá, en slík rannsóknatækni veitir hins vegar takmarkaðar upplýsingar um magn. Með flæðifrumusjá hafa skapast nýir möguleikar á að meta stærð, efnasamsetningu og breytileika fruma af mikilli nákvæmni. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðar voru breytingar á stærð og kjarnsýruinnihaldi E. coli ATCC 25922 á eftirverkunartíma eftir meðferð með ciprofloxacini (C) og ceftriaxoni (CRX). Bakteríur í hröðum vexti (logfasa) voru meðhöndlaðar með C 0.03pg/ml (2x MIC) og CRX 0.06pg/ml (2x MIC). Lyfin voru fjarlægð eftir 1 klst með tvíteknum þvotti. Endurvöxtur bakteríanna var mældur með líftölumælingum og sýni tekin með reglulegu millibili og fixeruð í formaldehýð- buffer (lokaþéttni 2%). Kjarnsýrur voru litaðar með própidíum joði. Eftir litun voru bakteríumar þvegnar stöðum, um 3,5 ár. Beratíðni pneumókokka var 25% á bamadeildinni og 54% á leikskólunum. Hlutfall PÓPa var 8% og 13%. Lítill hluti PÓPanna var fjölónæmur (27%), gagnstætt því sem er í innsendum sýnum frá sjúklingum með sýkingar (75%). Stór hluti bamanna var á sýklalyfjum þegar sýnið var tekið; 37% á bamadeildinni og 13% á leikskólunum. Enn fleiri höfðu annað hvort verið á sýklalyfjum síðastliðinn mánuð eða fengið sýklalyf 3x eða oftar á síðastliðnum 6 mánuðum. Ástæða sýklalyfjameðferðar var í langflestum tilvikum eymabólga og vinsælasta sýklalyfið var lyfjablandan trímetóprím-súlfa. Börn á leikskóla með PÓPa vom mun líklegri til að hafa fengið sýklalyf en hin börnin (p<0.05). Stór hluti bama á leikskólum borgarinnar em á sýklalyfjum þar sem beratíðni PÓPa er jafnframt mjög há. Aðstæður á leikskólunum em því mjög hagstæðar fyrir frekari útbreiðslu PÓPa. Mikilvægt er að minnka sýklalyfjanotkun hjá þessum einstaklingum, ef takast á að hefta útbreiðslu fjölónæmra stofna. tvisvar og skoðaðar í flæðifrumusjá (FACS). Notast var við tífalda lógarithmíska mögnun. Á hverjum tímapunkti var safnað 5000 ögnum. Mæld var framdreifing ljóss (FSC, forward scatter) til að meta stærð og flúrljómun (FL, fluorescence) til að meta kjarnsýminnihald. Bakteríumar vom einnig skoðaðar í flúrskinssmásjá þar sem stærð þeirra og lögun var metin. Niðurstöður: C olli 3.6 klst EV, en CRX neikvæðri EV, -0.2 klst. I flæðifrumusjánni var breytileiki milli 2 tilrauna metinn með Kolmogorov-Smimov tölfræðiprófi og reiknaöist D=0.23 fyrir CRX en 0.12 fyrir C. Aukning mældist á stærð (FSC úr 675 í 826) og kjarn- sýruinnihaldi (FL úr 624 í 777) eftir CRX en þessar breytingar hurfu á 90 mín. Við skoðun í smásjá á sama tíma sást þráðamyndun (filamentation) sem einnig gekk til baka á 90 mín. Eftir gjöf C greindist smá- vægileg stytting á bakteríunum (úr 675 í 626) og kjamsýruinnihald minnkaði (úr 624 í 583). í smásjá sáust stuttar og gildar bakteríur, en sú breyting gekk til baka á 4.5 - 6.0 klst. Umræða: Unnt er að greina stærð og stærðar- dreifingu baktería með flæðifrumusjá og ber þeim mælingum saman við athuganir með smásjá. Sértækar litunaraðferðir gefa möguleika á að meta kjarnsýru- magn og skiptingu þess milli baktería. Með þessu móti er mögulegt að rannsaka áhrif sýklalyfja á einstaka undirhópa baktería í flæðifrumusjá á einfaldan og fljót- virkan hátt, og þar með auka skilning okkar á verkunarhætti sýklalyfja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.