Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Síða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Síða 36
36 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 ALGENGI PENISILLÍN ÓNÆMRA PNEUMÓKOKKA í HEILBRIGÐUM BÖRNUM Karl G. Kristinsson. Ari Axelsson, Þórólfur Guðnason Sýklafræðideild Landspítalans Streptococcus pneumoniae (pneumókokkar) er algengasta orsök eymabólgu, skútabólgu og lungnabólgu. Á síðastliðnum misserum hefur penisillín ónæmum pneumókokkum (PÓP) fjölgað talsvert og hefur það torveldað sýklalyfjameðferð á þessum sýkingum. Flestir PÓPar hafa greinst hjá börnum og þá í einstökum aðgreindum tilfellum en ekki sem hópsýkingar. Grunur hefur leikið á að stofnarnir hafi verið búnir að dreifa sér á barnaheimilum. Því var ákveðið að kanna og bera saman beratíðni PÓPa og sýklalyfjanotkun barna á leikskólum í Reykjavík og á Barnaspítala Hringsins. Á tímabilinu frá janúar til mars 1992 voru tekin nefkoksstrok frá 100 bömum á bamadeildinni og 123 bömum á þremur leikskólum, jafnframt vom foreldrar spurðir um sýklalyfjanotkun bama sinna síðastliðna 6 mánuði. Meðalaldur barnanna var svipaður á báðum RANNSÓKNIR MEÐ FLÆÐIFRUMUSJÁ Á KJARNSÝRU- OG STÆRÐARBREYTILEIKA BAKTERÍA Á EFTIRVERKUNARTÍMA Magnús Gottfreðsson*, Ásbjöm Sigfússon*, Helga Erlendsdóttir#, Sigurður Guðmundsson#. Rannsóknastofa í ónæmisfræði, Landspítala*, sýkladeild og lyflækningadeild, BorgarspítalaL Inngangur: Eftirverkun sýklalyfja (EV, postanti- biotic effect) er skilgreind sem tímabundin hömlun á vexti baktería eftir meðferð með sýklalyfjum, þá lyfin eru horfin af sýkingarstað. Orsakir þessarar vaxtarhömlunar eru óþekktar. Útlitsbreytingar baktería á eftirverkunartíma hafa áður verið rannsakaðar með örsjá, en slík rannsóknatækni veitir hins vegar takmarkaðar upplýsingar um magn. Með flæðifrumusjá hafa skapast nýir möguleikar á að meta stærð, efnasamsetningu og breytileika fruma af mikilli nákvæmni. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðar voru breytingar á stærð og kjarnsýruinnihaldi E. coli ATCC 25922 á eftirverkunartíma eftir meðferð með ciprofloxacini (C) og ceftriaxoni (CRX). Bakteríur í hröðum vexti (logfasa) voru meðhöndlaðar með C 0.03pg/ml (2x MIC) og CRX 0.06pg/ml (2x MIC). Lyfin voru fjarlægð eftir 1 klst með tvíteknum þvotti. Endurvöxtur bakteríanna var mældur með líftölumælingum og sýni tekin með reglulegu millibili og fixeruð í formaldehýð- buffer (lokaþéttni 2%). Kjarnsýrur voru litaðar með própidíum joði. Eftir litun voru bakteríumar þvegnar stöðum, um 3,5 ár. Beratíðni pneumókokka var 25% á bamadeildinni og 54% á leikskólunum. Hlutfall PÓPa var 8% og 13%. Lítill hluti PÓPanna var fjölónæmur (27%), gagnstætt því sem er í innsendum sýnum frá sjúklingum með sýkingar (75%). Stór hluti bamanna var á sýklalyfjum þegar sýnið var tekið; 37% á bamadeildinni og 13% á leikskólunum. Enn fleiri höfðu annað hvort verið á sýklalyfjum síðastliðinn mánuð eða fengið sýklalyf 3x eða oftar á síðastliðnum 6 mánuðum. Ástæða sýklalyfjameðferðar var í langflestum tilvikum eymabólga og vinsælasta sýklalyfið var lyfjablandan trímetóprím-súlfa. Börn á leikskóla með PÓPa vom mun líklegri til að hafa fengið sýklalyf en hin börnin (p<0.05). Stór hluti bama á leikskólum borgarinnar em á sýklalyfjum þar sem beratíðni PÓPa er jafnframt mjög há. Aðstæður á leikskólunum em því mjög hagstæðar fyrir frekari útbreiðslu PÓPa. Mikilvægt er að minnka sýklalyfjanotkun hjá þessum einstaklingum, ef takast á að hefta útbreiðslu fjölónæmra stofna. tvisvar og skoðaðar í flæðifrumusjá (FACS). Notast var við tífalda lógarithmíska mögnun. Á hverjum tímapunkti var safnað 5000 ögnum. Mæld var framdreifing ljóss (FSC, forward scatter) til að meta stærð og flúrljómun (FL, fluorescence) til að meta kjarnsýminnihald. Bakteríumar vom einnig skoðaðar í flúrskinssmásjá þar sem stærð þeirra og lögun var metin. Niðurstöður: C olli 3.6 klst EV, en CRX neikvæðri EV, -0.2 klst. I flæðifrumusjánni var breytileiki milli 2 tilrauna metinn með Kolmogorov-Smimov tölfræðiprófi og reiknaöist D=0.23 fyrir CRX en 0.12 fyrir C. Aukning mældist á stærð (FSC úr 675 í 826) og kjarn- sýruinnihaldi (FL úr 624 í 777) eftir CRX en þessar breytingar hurfu á 90 mín. Við skoðun í smásjá á sama tíma sást þráðamyndun (filamentation) sem einnig gekk til baka á 90 mín. Eftir gjöf C greindist smá- vægileg stytting á bakteríunum (úr 675 í 626) og kjamsýruinnihald minnkaði (úr 624 í 583). í smásjá sáust stuttar og gildar bakteríur, en sú breyting gekk til baka á 4.5 - 6.0 klst. Umræða: Unnt er að greina stærð og stærðar- dreifingu baktería með flæðifrumusjá og ber þeim mælingum saman við athuganir með smásjá. Sértækar litunaraðferðir gefa möguleika á að meta kjarnsýru- magn og skiptingu þess milli baktería. Með þessu móti er mögulegt að rannsaka áhrif sýklalyfja á einstaka undirhópa baktería í flæðifrumusjá á einfaldan og fljót- virkan hátt, og þar með auka skilning okkar á verkunarhætti sýklalyfja.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.