Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 50
50 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 Efna- og blóðmeinafræði- rannsóknir í grasrótinni. Matthías Kjeld og Hans Jakob Beck. Ranns.stofan í Domus Medica og Rannsókn sex, Ranns.st. Landspítalans. Tegundir rannsókna í efna- og blóðmeinafræði, sem læknar nota í starfi sínu, og heildarfjöldi þeirra hefur vaxið hratt undanfarin ár samfara aukinni þýðingu þeirra við greiningu og meðferð sjúkdóma. Tækni hefur fleygt fram og hefur gert einstakar mælingar ódýrari. Þörf er fyrir könnun á þessum þætti læknisstarfsins. Úrvinnsla var gerð á 14000 tiivísunum sjúkl. til almennrar rannsóknastofu frá læknum starfandi utan spítala. Tuttugu og sex heimilislæknar og 11 sérfræðingar í hjarta- og æðasjúkdómum, voru valdir vegna fjölda tilvísana og voru beiðnir þeirra á 3.5 ára tímabili á árunum 1977- 1990 kannaðar. í Ijós kom, að í sjúklingahópi heimilislækna voru konur 1.7 sinnum fleiri og að flestir sjúklingarnir voru á aidrinum 20-30 ára. Hjá hjartasérfræðingunum var þessu alveg öfugt farið mesti fjöldinn var meðal fólks frá 50 til 70 ára og karlar voru 1.4 sinnum fleiri. Almenn blóðrannsókn var algengasta rannsóknin hjá báðum hópum lækna, en val þeirra var annars mjög ólíkt. Hjartalæknar báðu mest um blóðfitumælingar, blóðsykur, blóðsölt og próf, sem sýna starfsemi nýrna, en beiðnir heimilislækna sýndu meiri dreifingu meðal rannsóknartegunda og voru ýmisleg ensím og prótein í sermi ásamt prófum á járnbúskap í meirihluta. Hjartalæknar vísuðu sjúklingum aftur til rannsókna ívið oftar en heimilislæknar, um 70% sjúklinganna komu aðeins einu sinni til rannsókna á tímabilinu og innan við 10% oftar en tvisvar. Könnunin bendir til þess að læknar sérhæfi sig í störfum sfnum og vinni mikla forvarnarstarfsemi á stofum sínum. Ofnotkun á rannsóknum er fjarri lagi og sýnist notkunin vera svipuð og meðal starfsbræðra á Norðurlöndum. Lækkun á styrk blóðrauða í rosknu fólki: Athugun á verulegum mun milli kynja. Hans Jakob Beck, Helgi Tómasson, Marcella Iniguez, Matthías Kjeld. Rannsóknarstofan í Dómus Medica, Viðskipta- og Hagfræðideild Háskóla íslands. Rannsóknarstofa Landspítalans í Efnameinafræði. Margar rannsóknir hafa sýnt aukna tíðni blóðleysis í rosknu og öldruðu fólki, einkum körlum. Ágreiningur ríkir um hvort skýra megi lækkandi styrk blóðrauðajhaemoglobin = Hb) hjá öldruðum með aukinni tíðni sjúkdóma einvörðungu eða hvort "eðlileg hrörnun" eigi jafnframt þátt í þessu. Gerð var aftursæ rannsókn Hb mælingum sextán þúsund einstaklinga, sem sendir höfðu veriö á Rannsóknarstofuna í Dómus Medica á þriggja og hálfs árs tímabili. í Ijós kom veruleg hnignun á meðal Hb gildum karla meö hækkandi aldri eftir sextugt, eða lækkun , sem nam um 13 g/l hjá áttræðum og eldri. Hjá konum hélst meðal Hb styrkur í blóði svipaður frá fimmtugu til áttræðs, en lækkaði dálítið eftir það. Með tölfræðilegum aðferðum (anova) var leiðrétt fyrir hugsanledum skekkjum orsökuöum af mismunandi sjúklingahópum lækna eða ójafnri tíðni sjúkdóma hjá kynjunum, t.d. með athugun á MCV og sökki. Stóð þá eftir 7 g/l lækkun á meðal Hb gildum hjá rosknum körlum án samsvarandi breytinga hjá konum. Einnig kom í Ijós að samband sökks og Hb er mismunandi hjá kynjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna því umtalsverða lækkun á Hb gildum gamalla karla án sambærilegra breytinga hjá konum og gæti það bent til þess að minkandi androgen áhrif ættu hlut að máli hjá körlunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.