Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 37 ALDURS-, KYNDREIFING OG AHÆTTUÞÆTTIR EINSTAKLINGA SEM BAÐU UM MDTEFNA- MÆLINGU GEGN ALNÆMISVEIRU A RANNSOKNA- DEILD BORGARSPÍTALANS FRA ARINU 1987: ALGENGI MOTEFNA GEGN HIV, HBV OG HCV. Gisli J Snorrason, Sigurður Sigurðarson, Sigurður Guðmundsson, Haraldur Briem. Rannsókna- og lyflækningadeild Borgarspitalans. Rannsóknadeild Borgarspitalans hefur boðið almenningi að fá mótefnamælingu gegn alnæmisveiru (anti-HIV) án milligöngu læknis frá því í mars 1987. Frá nóvember 1987 hefur mönnum verið gefinn kostur á að svara spurningum um eftirtalda áhættuþætti: Kynmök við vændiskonu(r), kynmök við marga, kynmök við einstakling af sama kyni, fikniefnaneyslu i æð, blóðgjöf og aðrar ástæður. Kannað var algengi smits af völdum HIV i þessum hópi og einnig algengi lifrarbólguveiru B og C þar sem smit- leiðir eru sambærilegar. Blóðsýni voru merkt með fæðingar- mánuði, fæðingarári og kyni viðkomandi einstaklings. Anti-HIV og mótefni gegn lifrarbólguveiru B (anti-HBc) og C (anti-HCV) voru mæld i sermi með ELISA tækni. Samtals bárust 476 beiðnir um anti- HIV mælingar á tímabilinu frá mars 1987 til mars 1992. Af heildarhópnum voru 212 konur og 264 karlar (<20 ára, 11.6%; 20-29 ára, 45.8%; á 30 ára, 42.7%). Af þeim 402 sem fengu spurningalista nefndu 259 (64.4%) áhættuþætti (156 karlar og 103 konur). Þ Af þeim sem gáfu upplýsingar höfðu 40 karlar (25.6%) og 1 kona (1%) sögu um mök við vændiskonur. 47 karlmenn (30.1%) og 20 konur (19.4%) gáfu 1 skyn fjöllyndi. 23 karlmenn (14.7%) og 1 kona (1%) voru samkynhneigð. 3 karlmenn (1.9%) og 2 konur (1.9%) höfðu neytt fikniefna i æð. 7 (1.7%) höfðu fengið blóðgjöf. 32 (12%) komu til mótefnamælingar vegna kröfu þriðja aðila. Aðrar ástæður nefndu 56 (21.6%) og óraunhæfar ástæður nefndu 58 (22.4%). Af 476 einstaklingum voru 2 (0.4%) anti-HIV jákvæðir (2 karlar), 10 (2.2%) voru anti-HBc jákvæðir (9 karlar, 1 kona) og 12 (2.5%) voru anti-HCV jákvæðir (5 karlar, 7 konur). Marktækt samband fannst milli samkynhneigðar karla og anti-HIV (P<0.05) og milli fiknefna-neyslu i æð og anti-HCV (P<0.0001). Af þeim 259 sem upplýsingar gáfu höfðu 137 (53%) sögu um áhættuhegðun. Þótt fjöldi þeirra sem nýta sér þjónustu þessa sé litill benda þessar upplýsingar til þess að starfsemin hafi tilgang. Athyglisverð er há tiðni HCV smits meðal fikniefnaneytenda. Sjónhimnulos í báðum augum alnæmissjúklings eftir CMV sjónhimnubólgu - sjúkratilfelli Magnús Gottfreðsson, Ingimundur Gíslason, Þórður Sverrisson, Sigurður B. Þorsteinsson. Lyflækningadeild Landspítala og Augndeild Landakotsspítala Inngangur: Cytomegaloveirusýkingar (CMV) komafyrir í ríflega 20% sj úklinga með al næmi. Þar er sjónhimnubólga (retinitis) algengust (70-80%). Einkenni sýkingarinnar eru fyrst í stað ósértæk, - oft vægar sjóntruflanir sem geta þróast yfir í verulega sjónskerðingu. Aðrar sjónhimnusýkingar eru sjaldgæfari, t.d. af völdum herpesveira, toxoplasma gondii og sveppa. Siúkratilfelli: Um er að ræða 26 ára konu sem greindist með HIV smit í kjölfar pneumocystis carinii lungnabólgu í mars 1991. Augnbotnaskoðun var eðlileg í desember 1991 og sjónskerpa 6/6 báðum megin. í marslok 1992 kvartaði konan undan versnandi sjón og vægri ertingu í augum. Við skoðun sáust breytingar í augnbotnum sem taldar voru samrýmast CMV sjónhimnubólgu. Þvag var tekið í veiruræktun og ræktaðist CMV úr því. Með hægra auga greindi konan aðeins handahreyftngar, en á því vinstra var sjónin því sem næst eðlileg (6/6). Meðferð var hafin með ganciclovir. Þrátt fyrir það versnaði sjónin á báðum megin og varð konan blind á hægra auga en sjónskerpa féll niður í 6/12 á því vinstra. Við skoðun vaknaði grunur um sjóntaugabólgu og var því afráðið aö gefa einnig foscamet og stera (prednisolon, 40 mg). Við þá meðferð skánaði sjónin og gat sjúklingur talið fingur með hægra auga og sjónskerpa vinstra megin fór upp í 6/ 6. Þrátt fyrir góða meðferðarsvörun í byrjun versnaði sjónin mjög skyndilega á báðum augum rúmlega 3 vikum eftir að meðferð hófst. Konan greindi þá handahreyftngu með hægra auga en vinstra megin var sjón 6/18. Við augnbotnaskoðun kom í ljós að myndast hafði sjónhimnulos í báðum augum. Við segulómskoðun af augum og sjóntaugum sáust hins vegar ekki merki um sjóntaugabólgu. Konan var höfð á rúmlegu en sjóninni hrakaði enn og gat hún aðeins greint handahreyfingar með vinstra auga. Því var gerð vitrectomia þar sem glerhlaup var fjarlægt en silikonolíu sprautað inn. Arangur þeirrar meðferðar er góður, sjónhimnan er nú aðlæg og sjón hefur skánað vinstra megin (1/60). Umræða: Einkenni ffá augum eru algeng í HIV sýktum einstaklingum. Talið er að sjónhimnubólga af völdum CMV komi fyrir í 20% alnæmissjúklinga en af þeim fær fimmtungur sjónhimnulos. Arangur aðgerða við sjónhimnulosi í þessum sjúklingahópi hefur verið talinn góður (Sidikaro, Y. et al., Ophthalmology 1991). Sjónhimnubólga og -los í alnæmissjúklingum boðar hins vegarslæmarhorfur,meðallifitímieftirgreiningueraðeins 6 mánuðir (Williams, R.G. et al., ARVO1992). Mikilvægt er að fylgjast reglulega með augnhag sjúklinga með þekkt HIV smit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.