Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 67 REFRACTER HYPOXIA MEÐHÖNDLUÐ MEÐ BARKALEGG OG MIKILLI SÚREFNISGJÖF FriArik E. Yngvason, lapkn 1 r L-deild FSA. 78 ára gamall bóndi sem ekki hefur reykt, greindist með væga teppu, lungnaþan á röntgen- mynd og hypoxiu. Hafði haft óþægindi af heyryki siðustu búskaparár sín. Verulega hypoxiskur og hyperventilerandi þegar árið 1978. Árið '86 rannsakaður með lungnaskanni, hjartaómskoðun og hægri þræðingu ásamt pulmonalis angiographiu og þá staðfest að sjúklingur hafði hypoxiu vegna intrapulmonal shunts. Sjúkdómsmyndin liktist helst emphysema. Alfa 1 antitrypsine var eðli- legt. Fékk langtima súrefnismeðhöndlun í heima- húsi árið '86 og þrátt fyrir stigandi skammta næstu 2 árin vandræði af polycythemiu, vaxandi mæði og hypoxiu. Notaði orðið 4 litra súrefnis i neflegg. Þrátt fyrir 78 ára aldur stálminnugur á skýr. Rannsóknir sýndu að með hærri prósentu súrefnis i innöndunarlofti en 40% var hægt að bæta hypoxiuna og þannig vinna gegn lungna- slagæðarháþrýstingi og bæta líðan. Til að ná þvi markmiði var þann 8/7 '88 lagður inn barkaleggur (SCOOP) með Seldinger tækni og á 6 vikum látinn myndast utan um legginn litil tracheostomia. Líklega i fyrsta skipti, sem þessari tækni er beitt hérlendis. Gefið var súrefni í legginn og náðist þá viðunandi súrefnismettun. Skipt er um legg tvisvar á dag og leggurinn þá þveginn. Ending hvers leggjar er um 3 mánuðir samkvæmt framleiðanda. Vegna mikillar súrefnisnotkunar og erfiðleika á að sjá fyrir slikri notkun i heimahúsi dróst fram i mars '89 að sjúklingur kæmist heim. Þá fékkst afkastamikil súrefnissia, sem i fyrstu var samtengd við súrefniskút og þannig gefinn 6j lítri súrefnis á mínútu. Síðar voru samsíða- tengdar 2 súrefnissíur og sjúklingi gefið súrefni þannig um legginn. Meðferð þessi gaf sjúklingnum möguleika á að dveljast heima að ósk sinni. Hann lézt 17 mánuðum eftir að meðferð með barkalegg hófst. Dánarorsök var bráð hægri bilun. Krufning sýndi cor pulmonale, arterio- sclerosis í arteria pulmonalis og útbreitt panacinert emphysema. G3S - SPURNINGALISTI PYRIR ELLIGLAPA- SJÚKDðMA (DEMENTIA SYNDROMES) Höfundar: Gottfries C.G., Bráne G. Steen G. Þyðendur: Guðmundur Pálsson. Salome Asta Arnardóttir Heilsugæslu/ Sjúkrahúsi Egilsstaða. Hannaður hefur verið nýr staðlaður spurningalisti fyrir elliglapa- sjúkdóma.*) Það hefur verið vissum vandkvæðum bundið að leggja einn mælikvarða á hið fjölbreytilega einkennasafn elllglapasjúkdóma. Markmiðlð með samningu þessa llsta var að þróa kerfi spurninga sem væri nothæft fyrlr fagfólk á stofnunum fyrir aldraða og er honum ætlað meta fjóra aðgreinda þætti elliglapa: 1) Mat á hreyfigetu, 2) hugarstarf- semi, 3) tilfinningaástandi og 4) mat á öðrum einkennum sem gjarnan fylgja elliglöpum. Með honum er hægt að fylgjast hlut- lægt með framvindu sjúkdóms og meta árangur meðferðar. Einnig er ætlað að hann geti gegnt hlutverki greiningartækls, þar sem hann metur ekki aðeins hvort um dementiu sé að ræða og þá hversu mikla (quanti- tative), heldur gefur hann vís- bendingu um af hvaða tagi hún er. Notkun GBS - spurningalistans er elnföld og tekur um 10-15 mínútur að fylla hann út, fyrlr þann sem þekklr bæði sjúkling og lista. Stöðlun GBS - spurningalistans hef- ur farið fram á fjórum hópum sjúk- linga. Áreiðanleiki og réttmæti hans er viðunandl. Hé) Bráne G., Gottfries C.G. The GBS-scale: A new scale for the demen tia syndromes. Nord.Psykiatr.Tidskr. 1986; 40: 125-134 Oslo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.