Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Side 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 13 S3ÓNUSKEMMDIR OG SOÓNSKERPA í TÝPU II SYKURSÝKI.ÁRANGUR FORVARNARMEDFERÐAR. Höfundar Einar Stefánsson,3óhannes Kári Kristinsson, Ingimundur Gíslason, Friðbert Oónasson og Sigurður Björns- son. Stofnun Augndeild Landakotsspíta1a, læknadeild Háskóla íslands. Árið 1980 var komið á kerfisbundnum augnskoðunum og meðferð,þegar við á, fyrir sykursjúka á íslandi. Áður hefur verið sagt frá niðurstöðum framvirkrar könnunar vegna týpu I sykursýki, en í þessari könnun er sagt frá sjúklingum með týpu II sykursýki og hóparnir tveir bornir saman. 245 sjúklingar með týpu II sykursýki hafa verið skoðaðir minnst árlega og sumir fengið leysimeðferð í samræmi við skilmerki DRS og ETDRS rannsóknanna í Bandaríkjunum. Sjónuskemmdir vegna sykursýki fundust hjá 41% sjúklinga og þar af höfðu 7 nývefjamyndandi sjónuskemmdir. Af þeim sem höfðu haft sjúkdóminn í 20 ár eða meir, reyndust 58% hafa einhverjar sjónuskemmdir, þar af 10% nývefjamyndandi sjónuskemmdir. 10% sjúklinga hafði fengið leysimeð- ferð vegna bjúgs á miðsvæði sjónhimnu. 91% sjúklinga hafði sjón 6/12 eða meiri í betra auganu, 1.6% hafði sjón 6/60 eða verri í betra auganu og voru þvi lögblindir. Það er nokkur munur á astandi augna og sjónskerpu í týpu I og týpu II sykursýki. 1 týpu II syk- ursýki eru sjónuskemmdir fyrr á ferð- inni og sjónskerpa nokkru verri en í týpu I. ANABÓLÍSKIR STERAR Á ÍSLANDI, TILRAUN TIL KÖNNUNAR Á NOTKUN. Solveig Sigurðardóttir, Einar Magnússon ogÁsiráður B. Hreiðarssoji. Háskóli íslands, lyfjafræði lyfsala, Heilbrigðisog tryggingamálaráðuneytið, lyfjamáladeild, Landspítalinn, lyflækningadeild. Mikið hefur veriðrætt um meintamisnotkun íþróttamanna hér á landi á anabólískum sterum, en minna verið gert af því að kanna umfang vandans. Eina skipulagða athugunin var gerð af landlæknisembættinu með dreifibréfi til lækna, en sú athugun leiddi í ljós að einhver hluti íþróttamanna hefur leitað til lækna vegna aukaverkana steralyfjanna eða til þess að biðja um lyfseðil á þessi lyf. Tilgangurinn með rannsókn þeirri, er hér greinir frá, var að öðlast meiri upplýsingar um meinta misnotkun lyf- janna hér á landi. Rannsóknin var tvíþætt: í fyrsta lagi var möguleg notkun lyfjanna könnuð með dreifingu spumingalista til íþróttamanna, og í öðm lagi var umfang löglegrar sölu vefaukandi lyfja og andrógena á landinu kannað. Spurningalista með loforði um nafnleynd var dreift til 30 einstaklinga, sem stunduðureglulegaþjálfun áákveðinni líkamsræktarstöð. Einungis bárust úrlausnir frá 15 einstaklingum (50% svörun), þar af var ein kona og var henni sleppt við úrvinnsluna. Af hinum 14 sögðust 4 (3 vaxtarræktarmennog 1 knattspyrnumaður)eða29%nota eða hafa notað stera. Meðaalaldur steranotendanna var 32 ár (21-56 ár), en meðalaldur þeirra, sem ekki kváðust hafa notað stera, var 31 ár (23 -53 ár.) Steranotendurnir æfðu að meðaltali 5.25 sinnum í viku og höfðu æft í 9 ár að meðaltali, en hinir æfðu 4.1 sinni t viku og höfðu æft í 7.7 ár að meðaltali. Mennimir fjórir höfðu notað steralyf í 3 -7 ár, og allir notuðu þeir töflur og stungulyf saman (hleðsluaðferðin). Eftirfarandi aukaverkanir höfðu komið fram: aukin kynhvöt: 2, brjóstastækkun: 2 (leiddi til skurðaðgerðar í öðru tilfellinu), bólur í húð : 2 og getu- leysi: 1 Urtakið í þessari fyrstu könnun sinnar tegundar hér á landi er of smátt til þess að hægt sé að draga víðtækar ályktanir af niðurstöðunum. Það að 28% notuðu lyfin, samsvarar þó mjög vel niðurstöðum sambærilegra erlendra kannana. Full þörf er á umfangsmeiri könnun. Athugun á löglegri heildarsölu vefaukandi lyfja og andrógena hér á landi á árunum 1978-1990 leiddi í ljós marktæka aukningu á sölu lyfjanna á þessu tímabili. Frá árinu 1982 er salan nokkuð jöfn eða um 250 DDD (skilgreindir dagsskammtar) á dag, en frá árinu 1988 verður skyndileg aukning á heildarsölu, sem nær hámarki árið 1990 í 375 DDD á dag (33% aukning). Ósennilegt er að fjöldi sjúklinga, sem þurfa á meðferð með þessum lyfjum að halda, hafi aukist svo skyndilega. Má þvíleiða getum að því að eitthvað af aukningunni skýrist af notkun fþróttamanna. Aftur á móti er rétt að hafa í huga að skammtar þeir sem íþróttamenn segjast nota eru margfalt hærri en lækningalegir skammtar, og má því álykta að einungis mjög lítill hluti notkunar þeirra sé innifalinn í ofangreindum sölutölum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.