Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 10
10
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
Stofa 201, mánudagur 7. desember
Örverufræði
Fundarstjóri: Karl G. Kristinsson
E-6 Sigríöur Elefsen
E-7 Guðmundur Georgsson
E-8 Sigurður Guðmundsson
E-9 Gestur Viðarsson
09.10-09.25
09.25-09.40
09.40-09.55
09.55-10.10
E 6 ÁRANGUR BÓLUSETNINGAR GEGN
INFLÚENSU.
Sipríður Elefsen. Reynir Þorsteinsson, Helgi
Þórsson. Rannsóknastofa Háskólans í veirufræöi.
Vegna sífelldra breytinga á inflúensuveirum er
mælt með árlegri bólusetningu fólks í áliættu-
hópum, þar á meðal aldraðra. Þrátt fyrir víðtækar
bólusetningar aldraðra koma þær ekki alfarið f veg
fyrir inflúensu meöal þeirra. Til að kanna árangur
inflúensubólusetningar var mæld mótefnasvörun og
ending mótefna.
Haustið 1989 voru bólusettir 60 einstaklingar, 41
aldraður (66-92 ára) og 19 fullorðnir (25-63 ára).
Áriö áður höfðu 85% þeirra eldri verið bólusettir
en 56% yngri hópsins. I hvorum hópi var einn sem
ekki hafði verið bólusettur á sfðustu þrem árum.
Notað var þríþátta, klofið veirubóluefni, Vaxigrip
frá Institut Mérieux Frakklandi. í hverjum skammti
voru 13,5/rgHA/0,5ml af A/Singapore/6/86(HlNl)
og A/Shanghai/ll/87(H3N2) og 10/ígHÁ/0,5ml
B/Yamagata/16/88. Blóðsýni voru tekin fyrir bólu-
setningu, og 4 og 27 vikum eftir hana. Mótefni
gegn þáttum bóluefnisins auk B/Victoria/2/87 voru
mæld með hemagglutination inhibition (HI) prófi.
Fjórum vikum eftir bólusetningu mældist
marktæk aukning á meðalgildum (geometric mean
titer GMT) mótefna gegn öllum þáttum bólu-
efnisins auk B/Victoria. Hækkun á GMT gegn
A/(H3N2) var marktækt meiri hjá öldruðum en
fullorðnum. Fyrir bólusetningu var heildarhluti
þeirra sem höfðu verndandi mótefni (títer 5-1/40)
gegn einstökum þáttum á bilinu 67% til 95%.
Heildartíöni marktækra hækkana var Iægst 16%
gegn A/(II3N2) en hæst 64% gegn B/Yamagata.
Fjórum vikum eftir bólusetningu mældust á bilinu
85% til 100% með verndandi mótefni gegn hverjum
þætti og eftir 27 vikur voru þeir á bilinu 68% til
98%. A hverjum tíma var GMT og hluti
þátttakenda meö tfter 5-1/40 alltaf lægstur gegn
A/(H3N2) en hæstur gegn B/Yamagata. Af þeim
sem ekki höfðu verndandi mótefni gegn B/Victoria
voru 71% (5/7) sem ekki öðluðust þau.
Niðurstöður sýna að gera má ráð fyrir miklum
breytileika á svörunum gegn einstökum þáttum
bóluefnis. Einnig má búast við því að mótefni eftir
bólusetningu séu farin aö dala ef faraldur er mjög
seint á ferðinni. Og ekki er hægt að treysta því að
bólusetning gegn B/Yamagata veiti vörn gegn
B/Victoria þó ekki sé um frumbólusetningu að
ræöa. Lftill munur var á svörunum m.t.t. aldurs.
Óvenju lítið var um inflúensu hér frá hausti 1989
til hausts 1990 og greindist hún ekki í umhverfi
þeirra sem rannsóknin náði til svo ekki reyndi á
varnir þeirra.