Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Síða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Síða 14
14 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 _ . . LITNINGARANNSÓKNIR Á C II BRJÓSTAKRABBAMEINSFRUMUM. Margrét Steinarsdótlir1. Ingibjörg Pétursdóttir2, Steinunn Snorradóttir^.Kristbjörg L.Jónsdóttirl, Kesara A.Jónsson2,Jóhann Heiðar Jóhannssonl, Jórunn E. Eyfjörð2, Helga M. Ögmundsdóttir2. 1 Litningarannsóknadeild, Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg, 2Rannsóknastofu í Sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfélagi íslands, ^Rannsókna- stofnun Landbúnaðarins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á íslandi. Litningagreining á brjóstakrabbameinsfrumum hefur gengið illa vegna erfiðleika við ræktun æxlis-frumanna. Með notkun sérstaks sermis-snauðs ætis hefur okkur þó tekist að rækta æxlisfrumur með góðum árangri. Rannsóknir á litningabreytingum í æxlis-frumunum geta gefið til kynna erfðabreytingar sem skipta máli við myndun og vöxt krabbameinsins. Samanburður við DNA rannnsóknir á úrfellingu eða mögnun þekktra krabbameins- og bæligena veitir enn frekari upplýsingar um líffræði æxlisins. Frumur voru ræktaðar úr 87 brjóstakrabbameinum og meinvörpum frá þeim. Jafnframt var gerð bein heimta fyrir ræktun úr 65 af þessum æxlum. Um þriðjungur allra tilfella var með frumuskiptingar í beinni heimtu fyrir ræktun (22/65) og 84% tilfella tókst að rækta (73/87). Litningar voru síðan rannsakaðir með hefðbundnum hætti. Nýjar rannsóknaraðferðir, sérstök litningalitun (chromosome painting) og „Fluorescence in situ hybridization” (FISH), verða notaðar til að skoða nánar ýmsar flóknar Iitningabreytingar í þessum frumum, bæði í metafasa og interfasa. DNA var einangrað úr sömu sýnum og skoðað sérstaklega m.t.t. gena á litningi nr.17. Úrvinnslu á fyrsta hluta verkefnisins er lokið. Þar komu frarn litningabreytingar í frumuklónum úr 11 af 21 sýni, ýmist fyrir eða eftir ræktun. Oftast fundust breyt- ingar í litningum 1,17, 3, X og 8. Sé hins vegar Ieiðrétt fyrir stærð litninga kemur í ljós að breytingar á nr.17 eru algengastar. Það er í samræmi við genabreytingar sem finnast á þessum litningi. HSR (homogeneously staining regions), sem bendir til fjölföldunar gena, fannst I tveimur tilfellum. Flóknar litningabreytingar voru algengar og nokkur mismunandi klón fundust stundum í sömu ræktun. Þetta gæti bent til meiri fjölbreytni en áður var talið í litningagerð fruma innan sama æxlis. Niðurstöðurnar svna að unnt er að ereina litninea- brevtingar f brióstakrabbameinsfrumum. bæði fvrir oe eftir frumuræktun. Brevtingar á litningi nr. 17 eru áberandi ( þessari athueun pg er það f samræmi við genabrevdngar á bessum litningi. E 12 ERBA ÆXLISGEN OG STJÓRNUN Á GENATJÁNINGU. Sigurðiir Ingvarsson. Rannsóknastofa Háskólans í Meinafræði Próteinafurð v-erbA æxlisgensins er stökkbrigði af skjaldkirtilshormónviðtaka (c-erbA) en vegna punktbreytinga og úrfellinga hefur getan til að binda skjaldkirtilshormón tapast, meðan sérhæf DNA binding er enn til staðar. V-erbA æxlisgenið á þátt í krabbameins-vexti rauðra blóðfruma í kjúklingum með þvf að bæla frumusérhæfingu og breyta þörfum frumanna fyrir ákveðin vaxtarskilyrði. Þessi áhrif v-erbA tengjast bælingu á genum sem eru sérvirk fyrir rauðar blóðfrumur en tjáning þeirra er nauðsynleg samfara þroskun blóðkomanna. Eitt þeirra gena sem v-erbA æxlispróteinið bælir tjáningu á skráir fyrir jónaferju í rauðum blóðfrumum (band 3 gen). í þroskunarferli rauðra blóðfruma bælir v-erbA sérvirka tjáningu band 3 gens á stigi umritunar. Band 3 próteinið hefur tvíþætta frumustarfsemi, tengir frumu-himnu við frumugrind og virkar sem jónafeija í frumuhimnu. I þessari rannsókn er bindisvæðum viðtaka f stýrisvæði band 3 gensins lýst með notkun hefðbundinna aðferða til að skoða bindigetu próteina við DNA. Framkvæmd var ónæmsis-útfelling (co- immunoprecipitation, MacKay assay) erbA-DNA komplexa með anti-erbA mótefni og „band shift“ (gel retardation) próf. Athugað var hvort bútar af stýrisvæði band 3 gensins eða tílbúnir stuttir DNA bútar (oligonúkleotíð) gætu bundið viðtakana. Niðurstöðumar sýna að skjaldkirtils-hormónviðtaki, v-erbA og viðtaki A vítamfns binda sömu DNA röð á stýrisvæði band 3 gensins. Fleiri en eitt svæði binda viðtakana en með talsvert lægri sækni en hefðbundin bindisvæði (T/RARE; thyroid hormone/retinoic acid reSponse element). Af niðurstöðunum má álykta að viðtakamir stýri genatjáningu band 3 gens með þvf að bindast beint við stjómsvæði gensins. Nokkur bandlll- CAT plasmíð hafa verið gerð til að rannsaka viðtakastýrða genatjáningu in vivo. Innlimun plasmíðanna í heilkjama fmmur er í framkvæmd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.