Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 15 * o FJÖLSKYLDA MEÐ MAKRÓGLÓBÚLÍNEMÍU: 1J FRAMLEIÐSLA ÁIMMÚNÓGLÓBÚLÍNUM , IL-4 OGIL-6. Helea M. Ögmundsdóttir & Steinunn Sveinsdóttir. Rannsóknastofa í sameinda- og frumuIífFræði, Krabbameinsfélagi Islands. Við höfum áður lýst rannsóknum okkar á islenzkri fjölskyldu sem var fyrst sagt frá 1978. í fjölskyldunni hefur fundizt góðkynja makróglóbúlínemia i þremur, einn sjúklingur með Waldenströms makróglóbúlínemíu, einn með eitilfrumuæxli og einn með mergfrumuæxli. Fyrri rannsóknir okkur sýndu að 13 af 39 fjölskyldumeðlimum svöruðu minni háttar örvun með poke weed mítógeni með afbrigðilega mikilli framleiðslu á immúnóglóbúlínum af M, A og G gerð (mælt með ELISA aðferð). Þessir 13 einstaklingar með ofvirkar B-frumur eru í afmökuðum hópum innan ættartrésins og var aðeins einn með makróglóbúlínemíu. Við höfiim nú gert frekari athuganir á nýjum sýnum úr 5 einstaklingum með ofvirkar B-frumur ásamt einum úr fjölskyldunni með eðlilega virkni svo og samanburðarhóp. í ljós kom að fýrstu skref ræsingar og skipti á framleiðslu frá IgM í IgG urðu á eðlilegan hátt. Hlutfallsleg fjölgun B-frumna, CD4-T frumna og CD8-T-frumna var skoðuð í frumuflæðisjá og var sömuleiðis eðlileg, þó örlaði fyrir að CD8-T-frumum fjölgaði seinna í þeim tveimur einstaklingum (mæðginum) sem framleiddu langmest immúnóglóbúlín. Styrkur á IL-4 og IL-6 í mítógenörvuðum ræktum var mældar á 2., 4., og 6. degi með ELISA aðferð. IL-4 styrkur var alltaf lágur (0,04 - 0,17 ng/ml) og eins í fjölskyldumeðlimum og samanburðarhóp. Aftur á móti reis styrkur IL-6 hærra, meðaltal fyrir samanburðarhóp 9,1 ng/ml. Mæðginin sem framleiddu langmest af immúnóglúbúlínum skáru sig úr og höfðu marktækt lægstan styrk af IL-6. í samanburðarhóp var mjög góð fylgni milli styrks á IL-6 og ffamleiðslu mótefna. í bessari fiölskvldu virðist þvi vera um að ræða ætteenea ofvirkni B-eitilfrumna án þess að hlutfallslee fiöleun B- eða T-frumna sé óeðlilee en losun á IL-6 var afbrieðileea litil. 14 HAGAKRRBBAMEIN 1 ÍSLENDINGUM 1955-1984. AFTURSKYGGN RANNSÖKN fi MEINGERÐ OG STAÐSETNINGU ffiXLA I MÖGUM TEKNUM MEÐ SKURÐAÐGERÐ. Lárus Jðnasson, Jónas Hallqrímsson, Helgi Sigvaldason, Guðrióur Ölafsdóttir, Hrafn Tulinius. Rannsóknastofa Háskólans i meinafrsöi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna meingerð og staðsetningu magakrabbameina i mögum sem teknir voru með skurðaðgerð á Islandi á tima- bilinu 1955-1984. Efniviður var fenginn úr Krabba- meinsskrá Krabbameinsfélags Islands og frá Rannsóknastofu Háskólans i meina- frcði. Endanlegur fjöldi æxla til rannsóknar var 1018. ffixlunum skipt i tvær meingerðir, garnafrumukrabba- mein (carcinoma intestinale) og dreif- krabbamein (carcinoma diffusum). Lækkun tiðni magakrabbameina var meiri vegna fækkunar garnafrumukrabba- meina en dreifkrabbameina. Hjá körlum lskkaði tiðni dreifkrabbameina hlut- fallslega jafn mikið og garnafrumu- krabbameina en hjá konum lækkaði eingöngu tiðni garnafrumukrabbameina. Tiðni æxla i nærhluta magans (cardia) hjá körlum jókst á siðari hluta rannsóknartimabilsins á meðan hún lækkaði stöðugt á öðrum svæðum magans. Aukningin i nærhluta var öll vegna garnafrumukrabbameina hjá báðum kynjum. ffixli i nærhluta hjá konum voru fá og öll af garnafrumugerð. Dánarlikur sjúklinga með maga- krabbamein jukust með hækkandi aldri. Dánarlikur vegna æxla i nærhluta magans voru 56% hærri en vegna æxla á öðrum svæðum magans. Lifun sjúklinga eftir magaskurðaðgerð batnaði um 37% á rannsóknartímabilinu. Þótt mismunandi tiðni og útbreiðsla garnafrumukrabbameina og dreifkrabba- meina i maga hafi almennt verið talin benda til ólikra orsaka er ýmislegt sem samramj.st ekki þeirri skoðun. Hugsanlega'' er aðeins um að ræða mismunandi viðbrögð magaslimhúðar vió sömu áreitum. Slimhúðarbólga og kyn kunna að leiða til ólikra viðbragða og þannig til mismunandi meingeróa æxla. Siðustu áratugi hefur nýgengi maga- krabbameins lækkað stöðugt bæði hjá þjóðum með hátt og með lágt nýgengi. Lækkunin hefur verið töluvert meiri hjá þjóðum með hátt nýgengi og þar á meðal hjá Islendingum. Þessa lækkun á nýgengi má helst rekja til fækkunar garnafrumukrabbameina og siður til fækkunar dreifkrabbameina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.