Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
21
E 22 ERFÐIR mæði- og visnuveira
Valgerður Andrésdóttir, Xiaoshan Tang, Ólafur
Andrésson og Guðmundur Georgsson. Tilraunastöð
Háskóla íslands I meinafræði, Keldum.
Visna (heilabólga) og mæði (lungnabólga) eru
sauðfjársjúkdómar sem bárust hingað til lands með
innflutningi á Karakúlfé áriö 1933. Veiran sem veldur
þessum sjúkdómum er retroveira af flokki lwitiveira,
náskyld HIV veirunni. Faraldsfræðilegar rannsóknir og
tilraunir hafa sýnt, að munur er á veirustofnum, þannig
að sumar veirur sýkja frekar miðtaugakerfið en aðrar.
Einnig hefur verið einangraður á Keldum sérstaklega
meinvirkur visnustofn. Til þess að reyna að finna þær
breytingar í erfðaefninu sem liggja að baki mismunandi
svipgerð þessara veirustofna höfum við raðgreint env
gen sem skráir fyrir hjúpprótein veirunnar, og einnig
stjómsvæði í LTR í þremur stoftium; veiru sem
einangruð var úr mæðilunga, visnuveiru, og sérstaklega
meinvirkri visnuveiru. Við höfum fundið nokkrar
áhugaverðar stökkbreytingar, sem gætu skýrt
mismunandi vefjasækni og meinvirkni veimstofna. Á
milli mæðiveirunnar og visnuveiranna tveggja er 6-8 %
munur á basaröð og er env genið breytUegast. Þó em þar
vel varðveitt og mjög breytileg svæði, 18 basapara
innskot er I mæðiveirunni miðað við visnuveimmar, og
einnig 18 bp röð sem er algjörlega mismunandi. Þetta
svæði er líklegt til að valda mismunandi vefjasækni og
einnig mismun á vaxtarhindrandi mótefnum. f LTR
hafa fundist breytingar í setum fyrir umrimnarþætti, sem
gætu skýrt mismunandi meinvirkni stofnanna.
£ 23 DAUIT HÚLUErNI GEGN UISNU-MÍÐI.
Margrét Guönadóttir,
Rannsóknastofu Háskólans 1 veirufræöi.
Enn er ósvaraö spurningunni, hvort
hægt er aö bólusetja gegn hæggengri
veirusýkingu. Þess vegna voru eftir-
farandi tilraunir gerðar:
Visnu-mæðiveira, stofn K796, var
ræktuö í kindafrumum úr plexus choroid
eus, drepin í formalíni 1:4000 í 37' C
1 4-3 daga og sú afurð þétt lOOx í
skilvindu í 4 klt við 13.000 rpm.
Þessi meðferð virðist ekki skaða prot-
ein veirunnar sem mótefnavaka, enda er
það reynslan við þessa gerð bóluefna
gegn ýmsum öðrum veirum, t.d.mænusótt-
arbólue f nis.
í júlí 1991 voru 3 kindur sprautað-
ar í fyrsta sinn með þessu bóluefni.
Þær fengu síðan 4 viðbótarsprautur
með 2ja vikna millibili. Kindurnar 3
svöruðu allar vel öllum helstu protein
um veirunnar, ef marka má niðurstöður
úr Western-Blot (WB) prófum, sem voru
gerð á sermum úr kindunum eftir bólu-
setninguna og meðan hún stóð y.fir.
Söm varð reynslan þegar þessi tilraun
var endurtekin á 2 kindum til viðbótar
Neutra1iserandi mótefni fundust þó
ekki eftir þessar fyrstu sprautur.
Haustið 1991 var nýtt bóluefni lagað
á sama hátt. í það var bætt álúni 5mg/
ml og 3 "boosterskammtar" gefnir kind-
unum 5 með 2ja vikna millibili. Þær
svöruðu allar mjög vel í WB prófum og
nú komu fram neutraliserandi mótefni
í blóði þeirra allra (Titer 1/8-1/128)
Er það í fyrsta skipti, sem tekist hef
ur að fá fram neutraliserandi mótefni
við tilraunir til að gera bóluefni
gegn visnu-mæðiveiru. 3 kindur voru
frumbólusettar 5x á sama hátt og hinar
með þessu sama álúnbóluefni. Þær svör-
uðu vel í WB próifum og mynduðu neutali
serandi mótefni í frumbó1usetningunni.
Þau náðu hámarki um 4 vikum eftir
sprauturnar, en féllu síðan niður und-
ir mælanleg mörk á næstu mánuðum.
Einnig dofnuðu böndin í WB prófunum.
I vor og sumar fengu allar 8 kind-
urnar úr framangreindum tilráunum 3
"boosterskammta" af nýju álunbóluefni.
Neutraliserandi mótefni risu að nýju
í þeim öllum og helmingur hópsins lækk
aði ekki marktækt á næstu vikum.í ág.
sl.voru allar 8 bólusettu kindurnar
færðar í hús með 8 óbólusettum kindum
og 6 sýktum kindum. Sú tilraun ætti að
sýna á næstu rriánuðum, hvort bólusettu
kindurnar verjast betur en óbólusettar
1 sýktri hjörð.
Tilraun er nú að byrja með 8 tví-
lembingapör. Annar tvílembingurinn
var bólusettur í sumar. Hinn er óbólu-
settur. Öll bólusettu lömbin svöruðu
vel í WB prófum og sum hafa lág neut-
raliserandi mótefni nú.