Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 35 AA RÆSING OG VIRKNI KOMPLIMENTS í C2 SKORTI. Bjarni Össurarson, Stefán l’orvaldsson, Kristín Traustadóttir, Kristián Erlendsson. Ónæmisfræðideild, Landspítaianum. Sjúklingur með meðfæddan skort á kompiimentþætti C2 og SLE sjukdóm hefur fengið meðferð með plasmagjöfum og læknast þá af einkennum sínum í nokkrar vikur i senn. Talið er að sjúkdómurinn sé afleiðing ónógrar ræsingar kiassiska ferilsins og skertrar leysingar og hreinsunar mótefnaflétta. Með plasmagjöfum fær sjúklingurinn C2, myndun C3b og hreinsun verður eðlileg. Sú staðreynd að bólgusjúkdómur kemur fram þó að klassíski ferill kompliments ætti að vera óvirkur, hefur vakið spurningar um hlutverk klassiska og styttri ferilsins i þessu ástandi. Virkni ferlanna var metin með hemolysuprófum (rauðkornarofspróf) og borin saman við sermi úr heilbrigðum einstaklingum. Áhrif þess að bæta við mótefnum gegn einstökum komplimentþáttum voru einnig athuguð. Hemolysa stöðvaðist við að bæta út i mótefnum gegn C4 og eins við að fjarlægja Ca++ sem er klassiska ferlinum nauðsynlegt. Einnig stöðvaðist hún er mótefni gegn þætti B úr styttri ferlinum var bætt við. í öllum tilfellum fór hemolysa niður fyrir 10% af því sem hún áður hafði verið. Niðurstöður sýna greinilega ræsingu klassíska ferilsins hjá þessum sjúklingi, trúlega með með þátttöku þáttar B úr styttri ferlinum. Hann kemur þá að einhverju leyti í stað C2, enda hefur verið sýnt fram á skyldleika þessara þátta. betta gæti að einhverju leyti skýrt sjúkdómsmynd þessa einstaklings, einhver ræsing verður þannig að bólga myndast, en ekki nægileg til að hreinsa mótefnafléttur úr vefjum. 45 MYNDUN MANNAN BINDIPRÓTÍNS (MBP) OG TENGSL ]>ESS VIÐ OFNÆMI OG SÝKINGAR í UNGBÖRNUM. Halldóra K. Pórarinsdóttir, Guðjón Karlsson, þóra Vikingsdóttir, Gúðmundur Arason, þorbjörn Jónsson og Helgi Valdimarsson. Mannan bindiprótín (MBP) er lectin, sem greindist nýlega i mönnum. bað er fjölliða og svipaðrar gerðar og kompliment þáttur Clq, og þegar MBP binst mannan ræsist klassiski kompliment ferillinn án þess að mótefni komi til sögunnar. bannig getur MBP stuðlað að kompliment háðri opsóneringu og átfrumu upptöku á sýklum og öðrum örverum (t.d. gersveppum) sem hafa mikið mannan i úthimnu. Skortur á MBP er algengur i mönnum (5-7%) og virðist tengjast einfaldri stökkbreytingu (point mutation) i peptíða keðjum sem mynda MBP fjölliðurnar. Rannsóknir á afmörkuðum sjúklingahópum (case control studies) hafa gefið til kynna að algengi MBP skorts sé 30-40% meðal sjúklinga sem hafa óeðlilega sýkingartilhneygingu eða ofnæmi. í rannsókn þeirri sem hér er kynnt var hins vegar beitt faraldsfræðilegurn aðferðum, og er ekki vitað til þess að afleiðingar MBP skorts hafi verið kannaðar áður með þeim hætti. Fylgst hefur verið með þroskun mótefnasvara i úrtakshópi barna sem fæddust seinni hluta ársins 1987. Blóðsýni voru tekin við fæðingu, og þegar börnin voru 18-23 mánaða og 42-48 mánaða gömul. Jafnframt hefur verið fylgst með sýkingartiðni og ofnæmisvandamálum þessara barna frá fæðingu. þannig voru 179 börn metin þegar þau voru tæplega 2ja ára og 158 þeirra voru endurmetin þegar þau voru að verða 4ra ára. MBP hefur nú verið mælt í blóðsýnum, sem voru tekin úr þessum börnum við fæðingu, og þegar þau voru 2ja og 4ra ára gömul. MBP magn var yfirleitt lægra við fæðingu heldur en við 2ja ára aldur, en hækkaði ekki marktækt eftir það. Um 7% barnanna reyndust hafa viðvarandi MBP skort. bessi börn reyndust ekki hafa meiri sýkingartlðni eða ofnæmisvandamál heldur en börn sem mynduðu eðlilcgt magn af MBP. Hins vegar kom í Ijós að eyrnabólgubörn með IgA þéttni i sermi undir 20% mörkum normal dreifingar höfðu marktækt lægri MBP gildi heldur en þau börn sem ekki höfðu fengið eyrnabólgur þrátt fyrir að IgA magn þeirra væri lika undir 20% mörkunum. bessar niðurstöður geta bent til þess að MBP skortur orsaki ekki vanheilsu nema hann haldist i hendur við einhverja aðra veilu i ónmiskerfinu. Niðurstöður undirstrika jafnframt hversu varhugavert það getur verið að meta sjúkdómsfræðilegt mikilvægi fyrirbæra með rannsóknum, sem takmarkast við sjúklingahópa jafnvel þótt staðlaðir viðmiðunarhópar séu hafðir til hliðsjónar. Hins vegar þarf stærra úrtak en stuðst var við í þessari rannsókn til að meta á fullnægandi hátt sjúkdómsfræðilega þýðingu MBP skorts.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.