Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Síða 44
42
LÆKN ABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22
E 55
E 56
BRÁÐ BERKJUBÓLGA.
Faraldsfræði og orsakir hjá fullorðnum.
Jón Steinar Jónsson, Jóhann Ág. Sigurðsson, Karl G.
Kristinsson, Sveinn Magnússon. Heilsugæslan í
Garðabæ (HiG)/Heimilislæknisfræöi H.í.
Inngangur: Veirur eru taldar algengasti orsaka-
valdur bráðrar berkjubólgu (BB), en mismunandi
rannsóknir benda til að Mvcoplasma pneumoniae
orsaki BB í 3-20% tilvika. Óljóst er hvort og hve oft
aðrir sýklar, svo sem Haemophilus influenzae eða
Streptococcus pneumoniae orsaka BB. Chlamvdia
pneumoniae er einnig talin geta orsakað BB. Lítið
er vitað um orsakavalda BB hjá fólki sem leitar til
heilsugæslunnar hér á landi. Tilgáta höfunda er að
C. pneumoniae. M. pneumoniae eða veirur séu
sjaldan sannanleg orsök BB hjá fullorðnum.
Efniviöur og aöferðir: íbúatala í Garöabæ var 7202
þann I. des. 1992. Rannsóknarhópurinn samanstóö
af þeim sjúklingum 16 ára og eldri sem leituðu á
HiG frá 1. jan. t.o.m. 30. júní 1992 og fengu sjúk-
dómsgreininguna BB. Bráð berkjubólga var skil-
greind sem hósti meö eöa án uppgangs, önghljóö
(ronchi) eða gróf slímhljóð við hlustun, án þekkts
lungnasjúkdóms eða einkenna uiti lungnabólgu.
Tekin voru blóðsýni við greiningu sjúkdóms og
tjórum vikum síðar og geröar mótefnamælingar fyrir
veirum, M, pneumoniae og C. nneumoniae ásamt
mælingu á CRP. Mælingarnar voru geröar á Sýkla-
fræðideild Landspítalans og Rannsóknastofu HÍ í
veirufræöi.
Niöurstöður: Á tímabilinu janúar til júní 1992 fengu
45 sjúklingar sjúkdómsgreininguna BB. Nýgengi =
12,4 sjúklingar/1000 íbúa/ár. Þar af voru 27 konur
(60%) og 18 karlar. Ríflega helmingur var á aldurs-
bilinu 20-39 ára. Mest var tíönin í janúarmánuöi,
þegar 24 tilfelli greindust. Fimmtán sjúklingar
(33,3%) reyktu. Hæsi höföu 73%, uppgang 73%,
höfuðverk 62% og hálssærindi 56%. Hjá sjö sjúkl-
inguni fékkst einungis eitt blóðsýni. Marktækar
niðurstöður mótefnamælinga fengust því hjá 38
sjúklingum. Merki um C, pneumoniae sýkingu
fundust hjá einum sjúklingi, M. pneumoniae hjá
einum, Intluensu A hjá fjórum og Adenoveiru
sýkingu hjá einum sjúklingi. CRP var hækkað hjá 12
sjúklingum (27%).
Samantekt og ályktun: Bráð berkjubólga hjá full-
orðnum greinist fyrst og fremst hjá fólki innan við
sextugt. BB viröist gagna í árstíðabundnum far-
öldrum. Meirihluti sjúklinga reykja ekki. C. pneum-
oniae. M. pneumoniae eöa veirur eru sjaldan
sannanleg orsök bráörar berkjubólgu hjá fullorðnum.
Öndunarfærasýkningar smábarna.
-Tíðni og áhættuþættir-
Bryndís Benediklsdóttir, læknir
Heimilislæknisfræði / Læknadcild og
Heilsugæslu Garðabæjar.
Inngangur: Efri-öndunarfæra sýkingar (EÖS)
(kvef, hálsbólga, eyrnabólga.bcrkjubólga) eru
mcðal algengustu sjdkdóma hjá smábömum.
Flestum bömum batnar án fylgikvilla á fáeinum
dögum. Sum böm virðast þó vera kvefsæknari en
önnur og fá frekar fylgikvilla. Tilgangur þessarar
rannsóknar var að kanna tíðni EÖS mcðal barna á
aldrinum 6 mánaða - 6 ára og jafnframt að athuga
hvort finna mætti hugsanlcga áhættuþætti í daglegu
lffi og umhverfi þcirra.
Efniviður og aðferð: Gcrð var afturvirk
farandfræðileg rannsókn.
Spurningarlistar voru scndir til foreldra allra bama
með lögheimili f Garðabæ (íbúar=6.843), scm voru
á aldrinum 6 mánaða til 6 ára (555 böm). Spurt var
um fjölskyldu, hcimilisaðslæður, daglcgt líf,
almcnnt hcilsufar og um EÖS og sýklalyfjanotkun
á undanfömum þremur mánuðum.
Niðurstöður: Svör fengust frá 81,8% þáttakcnda.
Algcngustu sýkingar rcyndust vcra kvef (n=345),
cymabólga (n=82), hálsbólga (n=75) og
bcrkjubólga (n= 13). Mcðaltíðni EÖS síðustu þrjá
mánuði hjá þcssum börnum voru 2,2 sýkingar hjá
strákum og 1,7 hjá stúlkum (p<0.01). Log-linear
regression analysis sýndi að líkumar á að hafa
fcngið EÖS vom 1,9 sinnum meiri ef bamið var f
dagvistun utan heimilis og tlðni EÖS jókst um
1,015 fyrir hvem mánuð fram að 24 mánaða aldri,
en fækkaði eftir það um 0,985. Kvefsækin börn
áttu oftar kvcfsækin systkini (p<0.001). Börn mcð
asthma og ofnæmi reyndust oftar fá EÖS (pxO.Ol).
Ályktanir: Hclstu þæltir, sem höfðu áhrif á tfðni
EÖS hjá smábömum reyndusl í þcssari rannsókn
vera: aldur, kyn, kvefsækni í fjölskyldu, asthmi,
ofnæmi og dagvistun utan hcimilis. Hugsanlega
mætti hafa áhrif á tíðni EÖS mcð breytingum á
dagvistunarformi, cn slíkt þyrfti að kanna í
framvirkri rannsókn.