Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Qupperneq 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 49 STREITA í LAXFISKUM. ÁHRIF SKILYRÐINGA E 67 Á: KORTISOL VIÐBRAGÐ, VIÐNÁM GEGN SÝKINGU, VIÐBRÖGÐ VIÐ SÚREFNISSKORTI OG SELTUÞOL. Logi Jónsson og Carl B. Schreeck. Rannsóknastofa í lífeðlisfræði, Læknagarði, H.í. og Oregon Cooperative Fishery Research Unit, Oregon State University, Corvallis, OR 97331, USA. Streituviðbrögðum fiska hefur verið allvel lýst. Helstu einkenni eru aukinn stryrkur kortisol hormónsins í blóðvökva og bæling ónæmiskerfisins. I fiskeldi verður ekki hjá því komist að meðhöndla fiska t.d. í tengslum við stærðarflokkun og flutninga. Slfk meðhöndlun veldur streitu og getur leilt til sjúkdómsfaraldra og mikilla affalla. Á grundvelli fyrri tilrauna var ástæða til að ætla að unnt væri að beita streitumeðhöndlun, til þess að dempa óæskileg áhrif streitu f fiskum. Seiði kyrrahafslax (Oncorhynchus tshawytscha) voru skilyrt með streituáreiti tvisvar á dag. Vatnsborð var lækkað í 5 cm, svo að bakuggar stóðu uppúr yfirborði, í 10 mínútur. Seiðin fengu fóður strax að streituáreiti loknu um leið og vatnsborð tók að hækka. Auk viðmiðunarhóps voru einnig hópar, sem fengu ýmiss konar streituáreiti tvisvar á dag en ekki í tengslum við fóðrun. Eftir viku aðlögunartíma og tveggja vikna skilyrðingu voru viðbrögð seiðanna við streitu mæld með því að flytja þau í 2 klukkustundir á milli staða. Á leiðarenda var fylgst með seiðunum í fersku vatni og athugað hversu Ójótt þau náðu sér eftir flutninginn. Viðnám gegn kýlaveikibakteríunni (Aeromonas salmonicida), hæfileiki seiðanna til að þoia lágan súrefnisstyrk og aðlögun að lífi í sjó var ákvarðað. Skilyrtu fiskarnir sýndu minni streituviðbrögð og náðu sér fyrr ef miðað er við breytingar á kortisolstyrk í blóðvökva. Þeir þoldu einnig betur lágan súrefnisstyrk, bakteríusýkingu og seltu sjávar. Niðurstöður þessar sýna, að unnt er að beita streituáreitum til þess að auðvelda fiskum að glíma við streituáreiti síðar meir. Eftir stendur að ákvarða hvenær, hvernig og í hve miklu mæli á að beita slíkum áreitum. t RANNSÓKNIR Á ILLKYNJA HÁHITA (MH) HJÁ t 68 ÍSLENSKUM FJÖLSKYLDUM . Þórarinn Ólafsson. Halldór Jóhannsson, Stefán B. Sigurðsson, Rannsóknarstofa í lífeðlisfræði, Læknagarði, H.I. og Landspítalinn Illkynja háhiti (MH) er lífshættulegur, arfgengur, efnaskiptasjúkdómur, þar sem kalkbúskapur vöðvafruma er ekki sem skyldi. Langflestir MH einstaklingar eru einkennalausir í sínu daglega lífi, en einkennin geta komið skyndilega fram við svæfingu með halogeneruðum svæfingalyfjum (Halothan, Efran, lsofluran) og vöðvaslakandi efni eins og succinylcholine. Rannsóknir á MH á íslandi hófust árið 1984. Greining sjúkdómsins er gerð með töku vöðvasýnis (2 cm x 0,5 cm x 0,5 cm) frá lærvöðva (vastus medialis). Vöðvasýnið er meðhöndlað samkvæmt forskriftum The European Malignant Hyperthermia Group (1) og fylgst er með vöðvasamdrætti in vitro í caffein og halothan lausn. Stöðugt er unnið að rannsóknum á greiningaraðferðinni með það í huga að auka næmi hennar. Fram til þessa hefur illkynja háhiti fundist hjá 5 mismunandi fjölskyldum á Islandi - í einni fjölskyldunni er faðirinn innflytjandi frá Færeyjum og verða systkini hans og afkomendur athuguð þar af dönskum sérfræðingum. Hingað til hafa verið rannsökuð 60 vöðvasýni frá jafnmörgum einstaklingum á aldrinum 6 - 60 ára. Jákvæöar niðurstöður fengust hjá 24 einstaklingum, neikvæð hjá 14 og samanburðarsýni úr heilbrigðum eru 22, en þau voru öll neikvæð. Vegna stærðar vöðvasýnisins höfum við ákveðið að hafa lægri aldursmörk fyrir sýnatöku við 12 ár. Yngri meðlimir grunaðra fjölskyldna ber því að meðhöndla sem jákvæða með tilliti til vals á svæfinagalyfjum. Þeir ásamt jákvæðum einstaklingum eru merktir með Medical Alert merki. In vitro rannsóknir á vöðvasýna er enn sem komið er eina nothæfa greiningaraðferðin, en við vonumst til að innan nokkurra ára verði unnt að greina MH með töku blóðsýna og DNA greiningu. (1) H. Örding. Br. J. Anaesth. 1988: 60: 287-302 Styrkt af Vísindaráði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.