Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 55 SÝKLALYFJAÁVÍSANIR HEIMILISLÆKNIS Pétur Pétursson. Hgst. Akureyri og Heimilislæknisfræöi H.í. íslendingar hafa sérstöðu meðal Norðurlandabúa vegna mikillar notkunar sýklalyfja. Höfundur hefur athugað eigin ávísanavenjur, en í tæpan áratug hefur hann tölvuskráð öll læknisverk sín. Rannsókn þessi tekur yfir árin 1984-1991, en á miðju ári 1987 fluttist höfundur af H1-stöð í einangruðu sjávarplássi á 10 lækna heilsugæzlustöð í þéttbýli. Athugaöar voru ávísanir á sýklalyf (flokkar J01 og J03 skv. ATC- kerfi 1991). Hvert ár var reiknað sér og við samanburö oftast miðað við fjölda á 1000 samskipti (önnur en heilsuvernd). Árinu 1987 var tviskipt vegna mismunandi starfssvæða. Niðurstöður: Fjöldi ávísana á sýklalyf féll úr 82,9 1984 í 51,4 fyrri helming 1987 (p < 0,01). Eftir flutning til Akureyrar reyndist tíönin 81 seinni helming 1987 en óx í 88,4 árið 1991. Mest var aukningin á breiðvirkum penicillínum (J01C) en talsverf minni á penicillínasaþolnum penicillínum (J01HB) og trímetóprími (J01E). Notkun erýtrómýcíns (J01FA) og einnig notkun penicillinasanæms penicillín (J01HA) minnkaði (úr 46.3% allra ávísananna í 36.7%), einkum hjá börnum 0-4 ára (p < 0,01). Fjöldi samskipta jókst úr 4788 árið 1984 í 7628 árið 1991 og fjölgaði símtölum, en viðtölum á stofu fækkaði hlutfallslega. 1984 voru 75.7% sýklalyfjaávísana skráðar við bein samskipti en 1991 aðeins 55%. 1984 tilheyrðu 6% einstaklinganna ekki sjúklingahópi höfundar en 1991 var sú tala komin upp í 41,5%. Tiðni ávísana var langhæst í yngstu aldursflokkunum en lækkaði með hækkandi aldri. Á tímabilinu jókst tíönin einkum hjá aldursflokkunum 15-64 ára. Sýklalyfjanotkun hvors kyns um sig virtist svipuð en breyttist jafnt milli ára. Nýgreiningum öndunarfærasjúkdóma (ICD9 460-519) fjölgaði meira en öðrum og réði það mestu um fjölda sýklalyfjaávísana. Rannsóknum fjölgaði verulega seinni hluta tímabilsins í samræmi við aðstöðu sem bauðst. Álvktanir: Unnt virðist að draga úr notkun sýklalyfja, þegar læknir sinnir afmörkuðum hópi í einangruðu samfélagi. Slíkt virðist erfiðara, þegar læknir getur ekki byggt á traustu sambandi heimilislæknis og skjólstæðings. BRAGÐSKYNSATHUGUN Á ÞREMUR E 78 PENICILLÍN MIXTÚRUM HJÁ BÖRNUM. Jón Biarni Þorsteinsson. Poul Thorn, Heilsu- gæslustööin Sólvangi Hafnarfiröi. Inngangur: Oft er erfitt aö fð veik börn til þess aö taka inn sýklalyf svo sem penicillín. Þetta getur stafaö af ýmsum orsökum m.a. hversu slæmt bragö er af mixtúrunum. Hinar fjölmörgu tegundir sýkla- lyfja sem nú eru á markaöinum eru mismunandi á bragöiö. Tilgangur þessarar rannsókna var því aö athuga: a) Hvernig gengi aö gefa veikum börnum penicillín mixtúrur. b) Hvort einhver munur væri á þremur tegundum penicillínlyfja aö þessu leiti. Efhiviöur og aöferöir: Könnunin fór fram á Heilsu- gæslustööinni Sólvangi Hafnarfiröi á tímabilinu 1. nóv. 1987 til 30. sept. 1989. Meö slembiaðferö voru alls 174 börn meö einkenni um bakteríusýkingu valin til þátttöku, 89 drengir og 85 stúlkur á aldrinum 1 árs til 7 ára. Meöalaldur var 3.8 ár. Val á mixtúru var blint. Foreldrar fengu dagála þar sem svara átti spurningum um hvort mixtúran var "mjög góö", "góö" eöa "vond". Svörin voru skráö tvisvar á dag tvo fyrstu og tvo síöustu daga meðferðar. Foreldrar svöruöu einnig hvort lyfjagjöf var "mjög auöveld", "auöveld" eöa "erfiö". Niöurstaöa: 57% barnanna fannst mixtúran "vond", en engu aö síður luku alls 157 (90.2%) börn meö- ferö, en 17 hættu vegna bragösins, uppkasta eöa ógleöi. Samkvæmt mati barnanna reyndist Calcipen1* mixtúran vera auöveldust til inntöku, þar næst kom KSvepenin" og síst reyndist Fenoxcillin" og var markverður munur á þessari niöurstööu. Samantekt og ályktanir: Meö góöri samvinnu viö foreldra er aö jafnaöi hægt aö fá börn á íslandi til aö taka penicillín mixtúrur. Mat barnanna á bragö- skyni í þessari athugun var góö í samanburöi viö aðrar kannanir. Könnun eins og þessi gefur mikil- vægar upplýsingar til ákvaröanatöku um hvaöa lyf á aö gefa börnum á Islandi sem hafa sjúkdóm þar sem eftirtalin lyf henta til meöferöar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.