Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 65 V g MÍKRÓHÚÐUN CÝKLÓDEXTRÍNKOMPLEXA Þorsleinn Loftsson, Þórdís Kristmunds- dóttir, Kristfn Ingvarsdóttir og Jóhanna Baldvinsdóttir. Lyfjafræði lyfsala Háskóla íslands. Á undanförnum árum hefur áhugi manna á nýjum lyfjaformum eldri lyfja stórlega aukist. Ástæður þessa cru margvíslcgar. Meðal annars má nefna að oft er mögulegt að bæta lækningarfræðilegt gildi eldri lyfja með nýjum lyfjaformum. Lýst verður hönnun á einu slíku lyfjaformi sem felst í því að húða vatnsleysanlega cyklódextrín- komplcxa vatnsfælinna og torleysanlegra lyfja. Oft reynist erfitt að stjórna losunarhraða lyfja úr örhúðuðum kornum, sérstaklega þegar um mjög vatnsfælin lyf er að ræða sem leysast illa, eða alls ekki, upp í vatni. í slíkum tilfcllum gctur losun lyfsins orðið háð t.d. ástandi meltingarvegarins og mataræði ef um lyf til inntöku er að ræða. Með myndun cýklódextrínkomplexa er leitast við að ná betri stjórn á losunarhraða lyfjanna úr lyfjaforminu. Orhúðuð korn, sem innihalda cýklódextrín- komplexa hýdrókortisóns, estradíóls eða carbóplatíns, voru framleidd með einfaldri etanól-í-olíu fleytu uppgufunar aðfcrð (emulsion-solvent evaporation method). Etýlcellulósi og díetýlftalat voru notuð sem húðunarcfni. Sýnt var fram á að hægt cr að stjórna losunarhraða lyfjanna úr kornunum með því að breyta samsetningu húðarinnar. Losunarhraði lyfjanna úr kornunum var óháður bæði vatnsleysanlcika lyfjanna og leysandi (solubiliserandi) áhrifum upp- lausnarefnisins. Heimild: T. Loftsson, T. Kristmundsdóttir, K. Ingvarsdóttir, B.J. Ólafsdóttir og J. Baldvinsdóttir: Preparation and physical evaluation of hydrophilic drug-cyclodextrin complexes, J. Microencapsulation, 9(3), 375-382 (1992). V 7 LÍPÓSÓMAR SEM LYFJABERAR í NÝJU MUNNSMYRSLI Stefán J. Sveinsson1, W. Peter Holbrook2 og Michael Mezci3. 'Lyfjafræði lyfsala og 2Tannlæknadeild, Háskóli íslands. 3Collegc of Pharmacy, Dalhousie University, Canada. Lyfjameðferð við bólgusjúkdómum í munnholi (t.d. aphthous ulcers og lichen planus) er ýmsum vandkvæðum bundin. Lyf sem borin eru á slímhúðina komast auðveldlega í gegnum þekjufrumurnar og staðbundin áhrif eru þar af leiðandi skammvinn og blóðbornar aukaverkanir geta orðið umtalsverðar. Dýratilraunir þar sem lípósómar hafa verið notaðir staðbundið til að kyrrsetja virku efnin í slímhúð og ná fram forðavcrkun hafa gefið góða raun. Tilgangur þessarar rannóknar er tvíþættur. Annars vegar að það meta magn af bólguhemjandi barkstera, triamcinolon acetonide í lípósómum (TRMA), sem tekið er upp í slímhúð munnhols með in vitro rannsóknum á slímhúð hamstra. Hins vegar að þróa munnsmyrsli sem inniheldur TRMA í lípósómum, og hefur háa viðloðum við slímhúð munnhols. Niðurstöður in vitro rannsóknanna leiddu í Ijós að lípósómarnir gáfu tæplega tvöfalt hærri þéttni TRMA í slimhúðinni en þegar TRMÁ var notað á "fríu" formi sem gefur til kynna að lípósómar henti til staðbundinnar lyfjagjafar í munnholi. Við framleiðslu á munnsmyrsli sem inniheldur TRMA f lípósómum, var notaður co- polymer af metakrýl sýru og metýlmetakrýl sýru estcr. TRMA í lípósómum var einnig komið fyrir í Orabase. Losun lyfsins úr samsetningunum svo og leysanleiki þeirra var metin in vitro. í klfnískri rannsókn, sem enn er ólokið, þar sem notagildi samsetninganna við meðhöndlun bólgu- sjúkdóma í munnholi er metið, kemur í Ijós að lípósómasamsetningamar þolast vel, gcfa betri áferð og tiifinningu í munnholi en viðmiðunarsamsetning. Heimild: S.J. Sveinsson og M. Mezei. In vitro oral mucosal absorption of liposomal triamcinolone acetonide. Pharm. Res. 2(10), 1359-1361 (1992).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.