Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 70
66 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 w q HÖNNUN OG KLÍNÍSKT MAT Á ° HYDRKORTÍSON LAUSN TIL MEÐHÖNDLUNARÁ BÓLGUSJÚKDÓMUM í MUNNHOLI Þórdís Kristmundsdóttir1, Þorsteinn Loftsson', W. Peter Holbrook2, Kristín Ingvarsdóttir1 og Hafrún Friðriksdóttir1 ■Lyfjafræði lyfsala, 2TannIæknadeild, Háskóla íslands Meðal algengustu sjúkdóma sem valda bólgum og sárum í munnholi eru munnangur (recurrent aphthous ulceration), flatskæningur (lichen planus) og blöðrusótt (mucous membrane pemphigoid). Orsök þessara sjúkdóma er oft óljós, en meðferð er aðallega fólgin í meðhöndlun með barksterum. Þau lyfjaform sem hafa einkum verið notuð í þessum tilgangi em smyrsli eða hlaup. Notkun smyrslis eða hlaups á munnslímhúð er þó ákveðnum annmörkum háð, sérstaklega er erfitt að nota þessi lyfjaform ef sárin em mörg og dreifð um allan munninn. Lausn stera, notuð sem munnskolvatn, getur því verið betri kostur við meðhöndlun á bólgusjúkdómum í munnholi. Þróuð var forskrift fyrir lausn af steranum hydrókortisón. Hydrókortisón er mjög torleysanlegt í vatni og er auk þess óstöðugt; einkum er lyfið viðkvæmt fyrir súrefni loftsins og ljósi. Niðurbrotshraði hydrókortisóns í lausn er háður sýrustigi lausnarinnar, en mestur er stöðugleikinn á bilinu pH 3,5-4,5. Rannsóknir á hydró- kortisón lausninni sýndu að stöðugleiki lyfsins í forskriftinni er góður. Kynntar verða niðurstöður klínískrar rannsóknar á hydró- kortisón munnskollausninni, en fram til þessa hafa 39 sjúklingar með bólgusjúkdóma í munni verið meðhöndlaðir. Niðurstöður sýna að meðferðin hefur borið árangur fyrir 86 % sjúklinga. Aukaverkanir s.s. sveppasýkingar hafa ekki komið fram. V 9 KÍTÓSAN SEM BURÐAREFNI í FORÐATÖFLUR Þórdís Kristmundsdóttir, Eva Ágústsdóttir, Kristín Ingvarsdóttir Lyfjafræði lyfsala, Háskóla íslands Kítósan er vatnssækin línuleg fjölliða sem framleidd er með deasetýleringu á kítíni. Kítín er önnur algengasta fjölliða í náttúmnni á eftir cellulósu og er að finna í skel krabbadýra s.s. rækju-, humar- og krabbaskel. Kítósan er samrýmanlegt líkamanum, þ.e. ertir ekki vefi og brotnar niður fyrir áhrif enzýma. Kítósan hefur fram til þessa verið notað í ýmsum tilgangi m.a. við hreinsun á vatni svo og í snyrtivörur, en notkun í lyfjaiðnaði verið lftil. Nýlega hefur áhugi farið vaxandi á því að nota kítín og kítósan sem hjálparefni við lyfjaframleiðslu. Markmið rannsóknanna var að kanna hvort kítósan væri heppilegt burðarefni í forðatöflur til inntöku. Notuð vom tvö lyf við rannsóknirnar, annað fituleysanlegt en hitt vatnsleysanlegt. Mæld var losun lyfjanna frá töflum sem framleiddar vom með beinum slætti. Töflumar innihéldu allar kítósan sem burðarefni en einnig var kannað hvaða áhrif mismunandi hjálparefni í töflunum hefðu á Iosun lyfjanna úr lyfjaforminu. Sem hjálparefni vom notuð tvö cellulósuafbrigði, natríumkarboxýcellulósa og hydroxýprópýl- cellulósa, svo og laktósa. Niðurstöður sýndu að losun lyfjanna frá kítósantöflunum var hæg og bæði gerð og magn hjálparefna í töflunum höfðu áhrif á hversu hratt lyfin losnuðu. Niðurstöðumar benda til þess að kítósan sé hentugt burðarefni í forðatöflur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.