Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 74
70 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 V 14 EINANGRUN Á HUGSANLEGUM STJÓRNÞÆTTI NA+K+ATP-ASANS ÚR HEILAVEF HVALA OG ROTTA. Sighvatur S. Árnason. Juhani Leppiiluoto. Rannsóknarstofur í lífeðlisfræði við Háskóla Islands og Háskólann í Oulu, Finnlandi. Na+K+ATPasinn er einn mikilvægasti lífhvati líkamans. Hann viðheldur styrkfallanda fyrir Na+ og K+ yftr frumuhimnumar. Hann er grundvöllur himnu- spennunnar og drifkraftur á bak við upptöku og seytun jóna og annarra efna. Nokkur efni, sem hemja virkni þessa lífhvata eru vel þekkt (ouabain, digitalis). Hugsanlegt er talið að líkaminn framleiði þvíltkt efni sjálfur (ouabain-Iike- factor, OLF) og noti til temprunar á lífhvatanum, annaðhvort staðbundið eða sem blóðborið boðefni. Markmið þessara rannsókna var að athuga tilvist og eiginleika OLF í spendýrum sem hafa þróast við mismunandi saltálag. Þetta var gert með því að bera OLF úr rottum á meðalsallinntöku saman við OLF úr skíðishvölum, en það eru spendýr sem lifa í sjó og nærast á mjög saltríkri fæðu. Vefjasýni úr undirstúku skíðishvalsins Balaen- optera physalus og heilasýni úr Rattus norvegicus voru jöfnuð, leyst upp og virki þálturinn dreginn út úr flotinu með gelsíun á súlum. Vökvaskammtarnir sent komu niður af súlunum voru frostþurrkaðir og fasta efnið leyst upp í búffer. Útdregni þátturinn var síðan prófaður lífefnalega á virkni Na+K+ATPasa og áhrifin borin saman við áhrif ouabains á lífhvatann; OLF virkni var metin sem sambærilegt niagn ouabains per skammt eða gramm heilavefs. Sýnin voru einnig prófuð lífeðlislega á þarmaþekjur úr rotturistli og áhrifin borin saman við áhrif ouabains á nettójónaflutning þekjunnar (mældur raffræðilega). Samræmi var á milli lífefnalegra og lífeðlislegra mælinga á gelsíuskammtunum úr hvalasýnunum Þeir skammtar, sem sýndu mesta OLF virkni, 50-70 ng OLF/glas, sýndu einnig mestu hemjun á nettójóna- flutningi þarmaþekjunnar, 60 - 100 %. Við samanburð á heilasýnum þessara tveggja legunda, sem voru útdregin á sama hátt, virtust rottusýnin gefa meiri OLF virkni en hvalasýnin, þegar áhrifin voru stöðluð sem fjöldi pmóla ouabains per gramm af heilavef samkvæmt lífhvatamælingunni. Þessar rannsóknir hafa sýnt fram á tilvist OLF í undirslúku skíðishvala. Samanburður við rottur gefur vísbendingu um að hvalir hafi minna magn af OLF f undirstúkunni, sem mundi skýrast af stöðugu saltálagi þeirra, en niðurstöðurnar gætu einnig bent til þess að það séu mismunandi gerðir af OLF f þessum tveimur dýrategundum. Styrkt af Vísindasjóði. V 15 VIRKAR OUABAIN-LI'KT EFNI SEM TEMPRANDI STJÓRNÞÁTTUR NA+K+ATPASANS? Siehvatur S. Árnason. Ingibjörg H. Jónsdóttir og María Bjarnadóttir. Rannsóknarstofa H.I. í lífeðlisfræði, Háskóla íslands Spendýr hafa blóðborin boðefni, sem auka útskilnað á salti og vökva og vinna andstætt angíótensín, aldósteróni og vasópressíni. Eitt af þeim, atrial natriuretic peptide, er orðið vel þekkt. Annar ógreindur blóðefnaþáttur dregur úr virkum burði á Na+ yfir frumuhimnur með því að hemja Na+K+ATPasann, en hann er einn mikilvægasti lífhvati lfkamans. Breytingar í virkni lífhvatans geta breytt ertanleika taugafruma og uppsogsgetu þekjufruma í nýrnapíplum og þarma- þekjum. Tilgátur eru um að þetta efni sé líkt plöntu- efnunum ouabain og digitalis (ouabain-like-factor, OLF). Rúmmál utanfrumuvökva og þar með blóðrúm- mál er háð saltmagni í líkamanum og blóðþrýstingi er síðan stjórnað m.a. með tilliti til blóðrúmmáls. Markmið þessara rannsókna var að athuga hvort næmi rotta fyrir OLF breyttist við náttúrulega breytingu á saltjafnvægi líkamans, en það myndi benda lil að OLF hefði lífeðlislegu hlutverki að gegna. Þetta var gert með því að athuga áhrif einangraðs OLF og ouabains á nettójónaflutning þarmavefs hjá rottum, sent höfðu verið aðlagaðar að mismikilli saltinntöku. Heilasýni úr Rattus norvegicus voru fyrst jöfnuð í acetón/vatns blöndu, skilin, gelsfuð á C18 súlum, frostþurrkuð og leyst síðan upp í búffer. Styrkur OLF í sýnunum var síðan metinn með próft á in vitro virkni Na+K+ATPasa úr svínaheila Tveir hópar af rottum voru aðlagaðir í nokkra mánuði að lágri eða háni saltinntöku, 0,5 og 120 pmól Na+/kg*dag. Á tilraunadegi voru rotturnar aflífaðar og 4 hlutar af þarmavegg ristilsins úr hverri rottu settir upp í 4 Ussing-hólf þar sem lífeðlislegar búfferlausnir böðuðu holhlið og blóðhlið bútanna, með O2/CO2- loftun við 37°C. Þekjuspennan var klemmd við núll og klemmustraumurinn mældur stöðugt. Þessi straumur er bcinn mælikvarði á nettójónaflutning þekjunnar. Ouabain eða OLF-sýnum var síðan bætt út í lausnina á blóðhlið vefsins í stigvaxandi styrk. í Ijós kom að áhrif OLF og ouabain á þekjustraum- inn voru tvífasa, fyrst örvandi áhrif við lægri styrk, en síðan hemjandi áhrif við hærri styrk. Örvandi áhriftn voru mun meiri, ef ristilþekjan var úr rottu, sem var aðlöguð að hárri saltinntöku, og þau hurfu þcgar antagónistar taugaboðefna voru til staðar. Sýnt hefur verið fram á að næmi rotta fyrir OLF og ouabaini breytist með náttúrulegri breytingu á seltujafnvægi líkamans. Þessi breyting á næmi virðist felast í breytingu í taugavef þarmaveggsins, sem stjórnar þekjufrumunum, frekar en í þekjufrumunum sjálfum. OLF hefur því hugsanlega stjórnhlutverki að gegna í tengslum við seltujafnvægi spendýra. Styrkt af Vísindasjóði og Rannsóknarsjóði H.I.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.