Kjarninn - 07.11.2013, Page 23

Kjarninn - 07.11.2013, Page 23
4. Perlan Perlan er mögnuð bygging og útsýnið þaðan stórbrotið. Það er líka mikil upplifun í því fólgin fyrir fólk að geta snúist á meðan góðs matar er notið innandyra. Frá því að byggingin var vígð, hinn 21. júní 1991, hefur í henni verið metnaðar- full veitingaþjónusta þar sem mikið er lagt upp úr góðri þjónustu og mat. En í bland við hana hefur í húsinu verið alls konar starfsemi, til skemmri eða lengri tíma, sem er víðs fjarri virðuleika sælkera- matarins á efstu hæðinni. Líklega hefur enginn þeirra sem tóku ákvörðun um byggingu hússins á sínum tíma fyrir fé skattgreiðenda í Reykjavíkurborg getað ímyndað sér þetta mikla mannvirki yrði notað til þess að hýsa tímabundna geisladiska- og DVD-markaði, auk fleiri tímabundinna verkefna. Það bendir til þess að húsið sé ekki þarft, allra síst fyrir Reykjavíkur- borg. Enda hefur kostnaður við húsið alla tíð verið íþyngjandi fyrir borgina og dótturfyrirtæki hennar. Orkuveita Reykjavíkur hefur verið með Perluna í söluferli undan farin ár, í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækis- ins. Margir hafa sýnt því áhuga að kaupa bygginguna en salan hefur ekki enn verið kláruð.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.