Kjarninn - 07.11.2013, Page 65

Kjarninn - 07.11.2013, Page 65
Youtube stærsti ljósvakamiðill í heimi Áður fyrr þurftu tónlistarmenn sem vildu slá í gegn að vinna að því að komast í útvarp, sjónvarp og blöð til að fá athygli en hvernig virkar þetta í netvæddum heimi? 100 klukkustundum af nýju efni er hlaðið inn á Youtube á hverri einustu mínútu og augljóst er að ekki allt verður vinsælt. „Þetta snýst ekki um hversu mikið af efni er sett þangað inn, heldur hverjir hafa áhrif á smekk, hvert fólkið er sem velur og hafnar,“ sagði Seth Jackson hjá Strange Thoughts- kynningarstofunni í Bretlandi. „Í byrjun var mikill vöxtur og hávaði en nú eru að verða til mjög skýrar rásir og ákveðið fólk velur, hafnar og miðlar áfram, alveg eins og það er í sjónvarpinu.“ Þátttakendur málstofunnar voru sammála um að leiðin til árangurs væri að senda frá sér gott efni, en einnig að hafa góð tengsl. Fjölmiðlar fjalli gjarnan um fólk sem slái í gegn á netinu líkt og það hafi ekki gert annað en að hlaða upp einu vídeói, en yfirleitt búi mun meira að baki slíkum árangri. Það geti í sumum tilfellum verið tengsl við áhrifaríka aðila, en oftar en ekki búi mörg ár af blóði, svita og tárum að baki stjörnum sem virðist skjótast á sjónarsviðið út úr engu. Dj Flugvél og Geimskip02/05 kjarninn Karolina fund

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.