Kjarninn - 07.11.2013, Page 68

Kjarninn - 07.11.2013, Page 68
05/05 kjarninn Karolina fund „Ég veit ekki hvort við ráðum nokkru um það en viljum við lifa í heimi þar sem hljómsveitir þrífast á því að selja skó, föt, sápur og gos, eða hvað það nú er?“ spurði þá Seth. „Þessari spurningu tengist hagfræðilegt vandamál,“ sagði Ingi. „Ef kostnaðurinn við að búa til eitthvað eins og nýjan kaffibolla er núll ætti kostnaðurinn við vöruna að vera núll samkvæmt hagfræðinni, og tónlistargeirinn stendur frammi fyrir þessari staðreynd eða kenningu“. „Að selja hljóðritaða tónlist eru ekki viðskipti sem lista- menn geta lifað af lengur,“ bætir Oliver við. Er meginstraumurinn að nálgast bílskúrsböndin? „Listamennirnir sem ég vinn með eru ekki hluti af megin- straumi popps og rokks,“ segir Julia, „í mörg ár hefur mér fundist meginstraumurinn vera að nálgast þær aðferðir sem við höfum verið að nota, sem snúast ekki um plötu- útgefendur. Fæstir af umbjóðendum okkar eru tengdir þeim. Þeir fjármagna sig með því að selja varning á borðum á tónleikum, hvort sem það er bolur eða geisladiskur. Ég held að fólk vilji enn kaupa eitthvað á tónleikum; á næstum hvaða tónleika sem ég fer á í dag er fólk að kaupa sér sjö tommu vínylplötur.“ Ert þú við stjórn? Með nýrri tækni getur hrikt í gömlum valdastoðum og jafn- framt skapast tækifæri fyrir þá sem eru fljótir að aðlagast. Sameppnin um hugi og hjörtu aðdáenda virðist síst verða einfaldari og það að skilja ný viðmið og fóta sig í breytilegum heimi getur virst full vinna. Enn eigum við eftir að sjá hvort netið bjóði upp á það frelsi og lýðræði sem bjartsýnismenn hafa spáð – þar sem allir eiga möguleika á að koma sinni rödd að – eða hvort nýir lyklapétrar taki sér stöðu milli upp- rennandi listamanna og heimsfrægðar, og stýri frelsinu sér í hag. You are in control, og sá fjöldi fyrirlestra og málstofa sem þar fer fram árlega, er prýðilegur innblástur fyrir slíkar vangaveltur.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.