Kjarninn - 07.11.2013, Qupperneq 85

Kjarninn - 07.11.2013, Qupperneq 85
01/01 kjarninn Stjórnmál Ö rfáum vikum fyrir síðustu alþingiskosningar mældist Framsóknarflokkurinn stærstur allra stjórnmálaflokka á Íslandi með 29% fylgi í könnun Capacent Gallup. Hann var ekki bara stærstur heldur munaði heilum sjö prósentu stigum á honum og Sjálfstæðisflokknum. Þáverandi ríkisstjórnar flokkar mældust samanlagt með 19% fylgi og þurfti að leggja fylgi Bjartrar framtíðar við þá til að jafna fylgi Framsóknar. Niðurstaða kosninganna sjálfra varð að vísu ekki eins góð fyrir Framsóknarflokkinn og þessi könnun gaf til kynna en flokkurinn taldist engu að síður sigurvegari kosninganna með yfir 24% fylgi. Nú, rúmum sex mánuðum eftir kosningar, er komið annað hljóð í strokkinn. Segja má að fylgi Fram- sóknar minnki jafnt og þétt með hverjum deginum sem líður og ef svo heldur fram sem horfir verður flokkurinn líklegast orðinn sá minnsti af hinum svokallaða fjórflokki. Skýringar á fylgistapi flokksins eru nærtækar enda er kosninga loforðið sem færði honum kosningasigurinn að reynast honum hengingaról. Frá kosningum hefur ekkert bólað á útfærslum þó svo að forysta flokksins hafi heitið því að almenn niður- færsla lána væri ekki flókin og ætti að koma fram strax. Lýðskrumið gæti orðið banamein Sjálfstæðisflokkurinn siglir nokkuð lygnan sjó þó svo að fylgi hans í könnunum sé langt undir sögulegu fylgi flokksins og sé nú á bilinu 25-27%. Fylgi flokksins kann þó að fara enn neðar ef óvinsældir ríkisstjórnarinnar verða enn meiri. Áhyggjur Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu á dögunum voru í þessa veru. Hann benti á að það fælust hættur í því fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa undir forystu flokks sem best væri líkt við danska Þjóðarflokkinn. Lýðskrumið sem leiddi til sigurs Framsóknar gæti orðið banamein ríkis- stjórnarinnar. En Sjálfstæðisflokkurinn þarf einnig að horfast í augu við eigið lýðskrum því viðspyrnan sem átti að verða í hagkerfinu við það eitt að sjálfstæðismenn settust í ráðherrastóla er ekki í augsýn. Raunar hrannast óveðurs- skýin yfir íslensku hagkerfi um þessar mundir. Flokkurinn mislas líka algjörlega hversu óvinsælt yrði að lækka sérstakt veiðigjald og afnema auðlegðarskattinn. Til viðbótar eiga ríkisstjórnarflokkarnir enn eftir að ná lendingu í fjárlagafrumvarpinu en það er vart nokkur í stjórnarflokkunum sem mælir því bót. Þá sýnir nýleg skoðana könnun Capacent Gallup að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru óánægðir með frumvarpið en aðeins einn sjötti er ánægður með það. Yfirlýsingar forsvarsmanna ríkis- stjórnarflokkanna um að frumvarpið komi ríkissjóði á núllið virðast fjarlægur veruleiki miðað við þær betrumbætur sem á frumvarpinu þarf að gera. Síendurtekin og gáleysisleg um- mæli formanns fjárlaganefndar um hvernig hinir og þessir hópar í samfélaginu eigi skilið niðurskurð vegna skoðana sinna eða innrætis hafa heldur ekki hjálpað í umræðum um frumvarpið. '½UOH[­DI\ULUXPE³WD¶öLQ Til þessa hefur stjórnarandstaðan leyft stjórnarflokkunum að eiga sviðið og má það heita skynsamlegt. Fáir ef nokkur þar innanbúðar hafði ímyndað sér að núverandi ríkisstjórn gæti átt jafn slæma daga og raun ber vitni. Þessi slæma byrjun og enn erfiðari tímar fram undan hjá nýju ríkisstjórninni eru þó að reynast umbótaöflum samfélagsins dýr lexía. Með umbótaöflum á ég við fólk bæði utan og innan flokka sem staðsetur sig á miðju stjórnmála og yfir til vinstri. Fólk sem vill tryggja jöfnuð í samfélaginu, kynjajafnrétti, atvinnu handa öllum og umhverfisvernd. Innan þessa hóps voru háværar gagnrýnisraddir á verk síðustu ríkisstjórnar. Gagn- rýnin sem slík var ekki slæm en vandinn við hana var að margt af því sem varðaði veginn í þessa átt var gagnrýnt sem ófullnægjandi og því var ríkisstjórninni stillt upp sem tapara. Þetta afhjúpast hvað rækilegast núna við þau harmakvein er heyrast í sömu hópum þegar núverandi ríkisstjórn hverfur frá umbótunum. Vandinn var sá að í stað þess að viðurkenna að hvert skref sem stigið var að settu marki sem árangur var það túlkað sem ósigur ef lokatakmarkinu var ekki náð í einu skrefi. Þannig var Rammaáætlun talin vera ósigur vegna þess að þau svæði sem tilteknir náttúruverndarsinnar vildu að færu í verndar- flokk rötuðu flest þangað en ekki öll. Þó var ljóst að um algjör tímamót væri að ræða í náttúruvernd á Íslandi. Einnig voru þær breytingar sem gerðar voru á fiskveiðistjórnunarkerfinu með tilkomu sérstaks veiðigjalds talinn ósigur út af því að kerfinu var ekki algjörlega bylt samkvæmt ítrustu forskrift. Í stað þess að viðurkenna sigur í málum og byggja á honum til enn frekari framfara var tilhneigingin að draga úr vægi umbóta með brigslum um svik. Þessi tilhneiging innan raða síðustu stjórnarflokka aðstoðaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsókarflokkinn einna mest við að grafa undan þáverandi ríkisstjórn. Í kosningunum birtist svo sundrungin í ógrynni flokksbrota sem tóku til sín mikið heildarfylgi en náðu engum árangri og styrktu núverandi meirihluta. Einnig er það umhugsunarefni að eftir kosningar hefur Björt framtíð, einn stjórnarandstöðuflokka, haldið sig að mestu til hlés í þeirri hugmyndafræðilegri togstreitu sem nú á sér stað. Af formanni flokksins er það að skilja að togstreitan sé ekki til og að allt slíkt sé hægt að lægja með ásyndarvinnu eins og að koma Alþingi á Facebook. Þótt það skapi ákveðin tækifæri fyrir hina stjórnarandstöðu flokkana mun hjáseta flokksins styrkja rúman meirihluta ríkis stjórnarinnar. Um þetta mega umbótaöflin hugsa nú þegar stefnir í átakavetur í íslenskum stjórnmálum. Ákveðnar hættur geta skapast í íslensku samfélagi ef ríkisstjórnin stenst engar væntingar kjósenda. Að fólk gefist hreinlega upp á stjórn- málum og tómlæti grípi um sig gagnvart þeim. Samvinna um leiðir aðrar en þær sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur boða gæti mætt slíkri hættu. Umbótaöflin þurfa að fylla í tómið Stjórnmál Huginn Freyr Þorsteinsson Heimspekingur Deildu með umheiminum 01/01 „Í stað þess að viðurkenna sigur í málum og byggja á honum til enn frekari framfara var til hneigingin að draga úr vægi umbóta með brigslum um svik.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.