Kjarninn - 19.12.2013, Page 21

Kjarninn - 19.12.2013, Page 21
02/08 kjarninn ÞRóUnaRMÁL G agnrýni á þróunaraðstoð er ekki ný af nálinni. Hún hefur verið til staðar frá því að byrjað var að veita hana í kjölfar Seinni heimsstyrjaldar. Deilt hefur verið á framkvæmd, tilgang og markmið hennar alveg frá upphafi. Þróunar- aðstoð hefur reyndar verið veitt í einni eða annarri mynd alveg frá lokum 19. aldar en það er önnur saga. Samkvæmt nýlegri rannsókn um viðhorf Íslendinga til þróunaraðstoðar telja um 80% aðstoðina skila árangri og vilja að Íslendingar sinni málaflokknum. Um 90% þátttakenda vilja auka fram- lög til þróunaraðstoðar eða halda þeim óbreyttum. Engu að síður lendir þróunaraðstoð fyrst og verst undir niðurskurðar- hnífnum þegar hann fer á loft. Hvað telur þessi stóri hluti Íslendinga sem hlynntur er veitingu þróunaraðstoðar að sé viðunandi árangur af framlögum til málaflokksins? ísland kemur illa út í samanburði við nágrannalönd Það er í raun að bera í bakkafullan lækinn að benda á hversu illa Ísland kemur út úr samanburði við önnur iðnríki, og þá sérstaklega hin Norðurlandaríkin. Við erum á pari við þau iðnríki sem veita minnst hlutfall af þjóðartekjum sínum til þróunaraðstoðar. Við erum langt undir 0,7% markmiði Sameinuðu þjóðanna og meðaltali ESB-ríkja, sem hefur verið í kringum 0,5% af vergum þjóðartekjum. Skiljanlegt er að fyrir- varar séu gerðir við veitingu þróunaraðstoðar og verður hver einstaklingur að gera það upp við sjálfan sig hvort honum finnist réttlætanlegt að opinberu fé sé varið á þennan hátt. Flestir gera sér hins vegar líkast til ekki grein fyrir því hvað þróunaraðstoð felur í raun og veru í sér. Margir halda að þróunaraðstoð sé bara ein stór millifærsla frá einum ríkissjóði til annars, þar sem spilltir embættismenn ráðstafa honum í vitleysu. Skoðum það aðeins síðar. hegðun í sífelldri mótun Veiting þróunaraðstoðar er norm í alþjóðakerfinu og hefur verið tekið sem sjálfsögðum hlut. Hegðun ríkja innan mála- flokksins er aftur á móti í sífelldri mótun. Ný norm verða til Þróunarmál Þórir Hall Stefánsson

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.