Kjarninn - 27.03.2014, Qupperneq 15

Kjarninn - 27.03.2014, Qupperneq 15
02/07 lífEyrismál t æpur helmingur af aðgerðapakka ríkis- stjórnarinnar í skuldamálum, um 70 milljarðar króna, snýst um að veita Íslendingum heimild til að ráðstafa séreignarlífeyfisparnaði sínum til greiðslu húsnæðislána næstu þrjú árin. Þetta verður gert með þeim hætti að iðgjöld fólks á tímabilinu 1. júlí 2014 og fram til loka júní 2017 upp að 1,5 milljón króna mega renna í að borga niður húsnæðislán. Þeir sem kjósa að gera þetta þurfa ekki að greiða skatt af upphæðinni. Á blaðamannafundi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í Iðnó í gær kom fram að skattaafslátturinn væri um 30 prósent af þessum 70 milljörðum króna. Það þýðir að íslenska ríkið gefur eftir um 21 milljarð króna á núvirði í framtíðarskatttekjur vegna þessa. Þess utan munu 49 millj- arðar króna sem að öðrum kosti færu inn í séreignalífeyris- kerfi landsmanna ekki skila sér þangað. Þetta er samt tilboð sem erfitt verður fyrir almenning að hafna. Þeir sem geta nýtt sér þetta úrræði í botn fá enda 500 þúsund krónur gefins frá hinu opinbera sem ella hefðu farið í skattgreiðslur. En afleiðingarnar fyrir séreignarlífeyriskerfi landsins gætu orðið alvarlegar. Um 100 milljarðar þegar farnir Þetta er ekki í fyrsta sinn eftir hrun sem ráðamenn hafa horft í séreignarlífeyrissjóði til þess að leysa efnahagsleg skammtíma vandamál. Í byrjun árs 2009 var landsmönnum veitt heimild til að taka út séreignarsparnaðinn sinn upp að vissu marki. Yfirlýst markmið aðgerðanna var að gera eigendum sparnaðarins kleift að mæta tímabundnum greiðsluerfiðleikum vegna efnahagsástandsins og sérstak- lega áhrifa þess á atvinnumarkaðinn. Undirliggjandi horfðu stjórnmálamenn sem stýrðu tómum og stórkostlega skuld- settum ríkissjóði til þess að útgreiðslurnar yrðu skattlagðar og þær myndu því skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum til að takast á við þau vandamál sem blöstu við. Það varð svo sannarlega raunin. Um síðustu áramót lífEyrismál Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.