Kjarninn - 27.03.2014, Page 23

Kjarninn - 27.03.2014, Page 23
03/03 pistill á heildareignastöðu þeirra sem eiga vel staðsettar eignir. Aðgerð stjórnvalda kemur sér vel fyrir þá. byr í seglin Pólitískar afleiðingar aðgerðanna eru til skamms tíma vafalítið góðar fyrir stjórnvöld. Aðgerðirnar gætu virkað sem vítamínsprauta í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok maí, skömmu eftir að opnað verður fyrir umsóknir vegna aðgerðanna. Það vinnur einnig með stjórn- völdum að lítill tími er til þess að ræða um aðgerðirnar í þinginu, sem dregur úr líkum á því að umræðan um umdeild- ar hliðar tillagnanna verði stjórnvöldum í óhag. Vel var hægt að sjá fyrir sér að deilt yrði um „þjóðnýtingu einkaskulda“, en það var grundvallaratriðið hjá mörgum þeirra sem börðust gegn því að skuldbindingar féllu á ríkissjóð vegna Icesave. Nú er sannarlega verið að gera það líka og því hefði mátt heimta skýringar um hvers vegna þetta væri réttlætan- legt núna. En í ljósi tímans sem ætlaður er til umræðu á þessu þingi mun lítið fara fyrir þeirri umræðu. Sjálfstæðis- flokkurinn þarf einnig að svara því gagnvart sínum kjós- endum hvers vegna hann ákvað að gefa eftir áherslur sínar frá því fyrir síðustu kosningar og fallast á aðgerðir sem fara gegn því sem flokkurinn talaði um. Einkum er það fjármála- ráðherrann og formaðurinn, Bjarni Benediktsson, sem þarf að bera ábyrgð á þessu. Til lengri tíma litið er ómögulegt að spá fyrir um áhrifin, hvort sem það eru pólitísk eða efnahagsleg áhrif. Stjórnvöld vonast til þess að aðgerðirnar muni skila sér í bjartari efnahagslegum tímum fyrir hagkerfið í heild, þrátt fyrir óumbeðnar viðvaranaraddir um annað, meðal annars frá Seðlabanka Íslands.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.