Kjarninn - 27.03.2014, Page 27

Kjarninn - 27.03.2014, Page 27
03/06 topp 5 4 börnin heim Hinn 15. júní árið 1990 fór Halim Al með dætur sínar, Rúnu og Dagbjörtu, í frí til Tyrklands. Það var að minnsta kosti skilningur Sophiu Hansen, móður stúlkn- anna. Halim Al sneri hins vegar ekki aftur til Íslands og hófst þá átakanleg barátta Sophiu fyrir því að endurheimta dætur sínar. Blásið var til landssöfnunar árið 1992 undir yfirskriftinni Börnin heim, og sendiherra Íslands í Tyrklandi var Sophiu innan handar. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í september árið 2003 að tyrkneska ríkið hefði brotið gegn Sophiu með því að tryggja henni ekki umgengisrétt við dætur sínar á árunum 1992-1998. Allt kom hins vegar fyrir ekki, stúlkurnar fluttu aldrei aftur til Íslands og eru nú giftar nokkurra barna mæður í Tyrklandi. Sophia hlaut sex mánaða skil- orðsbundinn dóm árið 2010 fyrir rangar sakargiftir gegn Sigurði Pétri Harðarsyni, helsta samstarfsmanni síns til áraraða.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.