Kjarninn - 27.03.2014, Side 29

Kjarninn - 27.03.2014, Side 29
05/06 topp 5 2 keikó Feitasti Íslendingur sögunnar, háhyrn- ingurinn Keikó, fæddist við Íslands- strendur árið 1976. Hann var fangaður árið 1979 og seldur til þjálfunar. Hann sló eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni Free Willy og lék einnig í tveimur framhalds- myndum um ævintýri háhyrningsins Willy, sem fáir hafa víst séð. Eftir stífar samningaviðræður við bandaríska eigend- ur Keikós var háhyrningurinn fluttur til Vestmannaeyja árið 1998, en talsmaður hans var rithöfundurinn góðkunni Hallur Hallsson. Keikó fylgdi her aðstoðarmanna, sem ætluðu að þjálfa hann og búa undir að verða sleppt lausum. Í júlí 2002 var Keikó svo gefið frelsið. Hann hélt þá til Noregs, þar sem íbúar sáu til hans og léku við hann. Dýraverndunarsamtök bönnuðu síðar almenningi að nálgast hann, svo Keikó gæti aðlagast lífi háhyrninga. Allt kom þó fyrir ekki, því háhyrningurinn heimsfrægi drapst í desember 2003 vegna lungna sjúkdóms. Margir eru á því að björgunar áætlun Keikós hafi verið eitt allsherjar óraunhæft klúður.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.