Kjarninn - 27.03.2014, Page 30

Kjarninn - 27.03.2014, Page 30
06/06 topp 5 1 aron Jóhannsson Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson ákvað á síðasta ári að leika fyrir banda- ríska landsliðið frekar en það íslenska. Aron fæddist í Alabama í Bandaríkjun- um árið 1990 en fluttist til Íslands þegar hann var þriggja ára ásamt íslenskum foreldrum sínum. Það er óhætt að segja að ákvörðun Arons hafi sett hluta íslenska samfélagsins á hliðina. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, gerði sig eiginlega að fífli í kjölfarið og krafðist þess að Aron endur- skoðaði ákvörðunina. Geir sendi banda- rískum knattspyrnuyfirvöldum afkáralegt bréf þar sem hann mótmælti ákvörðun Arons hástöfum og ætlaðist einhvern veginn til þess að bandaríska knattspyrnu- sambandið teldi Aroni hughvarf. Síðan þá hefur Aron leikið nokkra leiki með banda- ríska landsliðinu og verið iðinn við kolann hjá félagsliði sínu í Hollandi, AZ Alkmaar.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.