Kjarninn - 27.03.2014, Side 34

Kjarninn - 27.03.2014, Side 34
04/05 Viðskipti verið svo mikils virði. Þannig segir Jim Ellis, sem kennir viðskiptafræði við Stanford-háskóla, að virðismat á startup- fyrirtækjum sé komið upp úr öllu valdi. Kollegi hans í við- skiptadeild Dartmouth Tuck bendir á að einhverjir fjárfestar muni standa uppi sem sigurvegarar og enginn vilji missa af því tækifæri. Það drífi sjóðina áfram til frekari fjárfestinga. ljón á veginum Airbnb.com hefur tekjur af öllum þeim eignum sem leigðar eru út í gegnum síðuna. Hluti leiguverðsins rennur til fyrirtækisins, en í dag eru yfir 500 þúsund herbergi, íbúðir, kastalar, bátar og aðrar eignir skráðar til útleigu á síðunni. Eignirnar eru í 33 þúsund borgum í 192 löndum, að því er stjórnendur greindu sjálfir frá í september síðastliðnum. Alls hafa 8,5 milljónir gesta notað þjónustu vefsíðunnar frá stofnun hennar árið 2008. Flestir nýttu sér þjónustuna á síð- asta ári, þegar notendum fjölgaði um 112%. Aukningin sýnir vel öran vöxt vefsíðunnar á allra síðustu misserum. Vöxturinn hefur ekki eingöngu vakið eftirtekt fjárfesta, því yfirvöld víða um heim hafa einnig tekið til skoðunar hvort lögum og reglum sé fylgt. Athyglin er fremur á not- endum síðunnar en heimasíðunni sjálfri, því til skoðunar er hvort húseigendur hafi tilskilin leyfi fyrir útleigu til ferða- manna og að greidd séu lögbundnir skattar og gjöld af leigu- tekjum. Reykjavík er þar engin undantekning og var greint miLLjarðs daLa verðListinn Dow Jones VentureSource og Wall Street Journal halda úti merkilegum lista yfir þau nýsköpunar- fyrirtæki sem eru metin á milljarð dollara eða meira. Listinn kallast „The Billion-Dollar Startup Club“ og telur yfir 30 fyrirtæki. Á listanum eru ekki þau fyrirtæki sem þegar eru skráð á hluta- bréfamarkað, eins og Facebook og Twitter. Listinn sýnir hversu háar fjárhæðir fjárfestar hafa lagt til rekstursins og hvert verðmat fyrirtækisins er miðað við síðustu viðskipti með hlutafé. Í dag eru einungis tvö fyrirtæki metin á tíu milljarða dollara. Það er kínverska farsímafyrirtækið Beijing Xiaomi Technology og bandaríska geymslu- plássið Dropbox. Líklegt er að Airbnb komist að hlið þeirra á toppi listans á næstu misserum en miðað við síðustu viðskipti er Airbnb metið á 2,5 milljarða dollara. Önnur þekkt fyrirtæki eru á listanum, meðal annars Spotify, Uber og Snapchat.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.