Kjarninn - 27.03.2014, Qupperneq 40

Kjarninn - 27.03.2014, Qupperneq 40
04/05 nEytEndamál fasteignaeigendur, fasteignasala og aðra að fylgjast með ástandi húsa. Þetta fyrirkomulag þekkist ekki á Íslandi og oftar en ekki er það fermetraverð og hverfi sem ræður því hvað fast- eignin kostar fremur en ástand íbúðarinnar. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Húsum og heilsu, segir að styrkja þurfi umgjörð og eftirlit með húsum almennt hér á landi. Réttast væri að við kaup og sölu á fasteignum væri til staðfest yfirlit yfir hvaða framkvæmdir hefði verið ráðist í. Þannig verði hinn almenni fasteignaeigandi betur upplýstur um ástand fasteignar. „Þú kaupir þvottavél og henni fylgir þykkur bæklingur en þegar þú kaupir fasteign fylgir ekkert nema orð fyrri eiganda.“ Sylgja segist þekkja mörg dæmi um fólk sem hafi keypt fasteign í góðri trú vegna upplýsinga frá fyrri eigendum um að allt væri í stakasta lagi. Þegar hins vegar sé betur að gáð sé svo ekki. Samtök iðnaðarins taka undir áhyggjur Sylgju en í umsögn þeirra frá árinu 2013 segir að mikilvægt sé að settar verði skýrari reglur um skoðun og ástand mannvirkja. mygla veldur truflun í ónæmiskerfinu Embætti Landlæknis hefur enn ekki gefið út leiðbeiningar um áhrif myglusveppa á heilsu fólks. Sylgja segir að íslenskir læknar séu hins vegar orðnir meðvitaðri um myglusveppi sem áhættuþátt í heilsu fólks. „Það er búið að sýna fram á að raki og mygla valda truflun á ónæmiskerfinu,“ segir Sylgja en bætir við að rannsóknir á þessu sviði séu enn á frumstigi. Hún segir að fjölmargir læknar um allan heim hafi engu að síður tileinkað sér þær rannsóknir sem þó liggi fyrir. Það sem einkum vefjist fyrir vísindamönnum sé að finna viðmiðunarmörk raki framkallar bestu skil- yrðin fyrir myglusveppi Hvernig er hægt að fyrirbyggja vöxt myglusveppa Q Stöðva allan leka sem allra fyrst. Q Þurrka strax eða fjarlægja byggingarefni sem hafa blotnað við leka eða vatnstjón. Q Loftraki innandyra er æskilegur 30-55%, hann má helst ekki fara yfir 60%. Q Loftflæði þarf að vera stöðugt og loftskipti regluleg. Opnið glugga reglulega og notið eldhúsviftur eða aðrar viftur sem soga loftið út. Q Þurrkari (sem er ekki með rakaþétti) skal ávallt blása út úr húsnæði. Q Fylgjast sérstaklega með gluggum þar sem rúðurnar „gráta“ . Q Mikilvægt er að fylgjast vel með fúgu og þéttiefnum í baðherbergjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.