Kjarninn - 27.03.2014, Page 56

Kjarninn - 27.03.2014, Page 56
04/04 álit peningaprentunar sem fékk að viðgangast áratugum saman án nokkurs sjáanlegs aðhalds. Það var ekki nóg að setja verðbólgumarkmið til að tryggja stöðugleika krónunnar – það hefði líka þurft að koma í veg fyrir að bankarnir byggju til of mikið af peningum. Það er ljóst að peningamálum hefur verið afskaplega illa stýrt í fortíðinni og við þurfum að læra af því. Það er mikið svigrúm til að stýra peningamálum betur í framtíðinni en gert hefur verið til þessa. Hafa þarf nánara eftirlit með peningamyndun bankanna. Seðlabankinn gæti til dæmis sett reglur um að bankarnir megi ekki auka peningamagn hraðar en hagvöxtur leyfir. Svo mætti líka banna bönkum að búa til peninga. Þá myndi seðlabankinn sjá um að stýra peninga- magni beint. Hægt er að kynna sér þær hugmyndir nánar á vefnum www.betrapeningakerfi.is

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.