Kjarninn - 27.03.2014, Page 62
05/07 pistill
árum um framgöngu lögreglu gagnvart mótmælendum
Kárahnjúkavirkunar og stóriðjuframkvæmda, svo dæmi sé
nefnt.
Hér hefur ekkert verið vikið að því mikilvæga eftirliti og
aðhaldi sem lögreglan fær af hálfu fjölmiðla, sem fjalla mikið
um starfsemi lögreglunnar almennt og einstök mál ef því er
að skipta.
Eftirlit innan lögreglunnar
Til viðbótar því ytra eftirliti sem er með starfsemi lögreglu
sinnir lögreglan sjálf margvíslegu eftirliti með starfsemi
sinni. Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur frá
stofnun embættisins 1. janúar 2007 verið starfrækt sérstök
deild innri endurskoðunar. Hún var sett upp í samræmi við
tillögur Ríkisendurskoðunar um starfrækslu slíkrar starf-
semi innan stofnana ríkisins og hefur það að meginmarkiði
að viðhalda og tryggja sem mestan árangur af starfseminni,
þar sem einkum er lögð áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir í
stað endurskoðunar eftir á. Hlutverk innri endurskoðunar
er að skoða, þróa og staðfesta tilvist og virkni innra eftirlits,
m.a. með því að kanna að verklagsreglur og verkferlar liggi
fyrir og farið sé eftir þeim. Með innra eftirliti er hins vegar
átt við innbyggt ferli og stöðugar aðgerðir innan embættisins
og hverrar starfseiningar fyrir sig sem stuðla að því að hún
nái markmiðum sínum. Slíkt innra eftirlit er því hluti af
starfsemi allra starfseininga embættisins og er því sinnt dag-
lega af stjórnendum á hverjum stað með margvíslegum hætti.
Meðal þeirra verkefna sem innri endurskoðun
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sinnir er að kanna
hvort stjórnendur og aðrir starfsmenn embættisins fari eftir
lögum, reglugerðum og ákvörðunum sem stjórnvöld hafa sett
um starfsemi þess. Kannað er reglubundið hvort fyrir liggi
uppfærðar handbækur, verklagsreglur, verklýsingar og eftir
atvikum myndrænir verkferlar um starfsemi sviða og deilda
embættisins og veitt ráðgjöf um endurbætur í þessum efnum
til styrkingar á innra eftirliti. Kannað er hvort fyrir liggi
skýrar og greinargóðar skriflegar starfs- og verklýsingar þar