Kjarninn - 27.03.2014, Page 64
07/07 pistill
rannsóknum og eftir atvikum saksókn slíkra mála.
Í tengslum við umræðu um auknar rannsóknar heimildir
lögreglu hefur einnig verið fjallað um þörfina á auknu
lýðræðislegu eftirliti með starfsemi lögreglu, þ.e. eftirliti
sem væri í höndum kjörinna fulltrúa eða aðila sem tilnefndir
væru af Alþingi. Slíkt eftirlit er til staðar með starfsemi
öryggis lögreglu í nágrannalöndum okkar og er talið
nauðsynlegt vegna þeirra auknu rannsóknarheimilda sem
þar eru til staðar.
Að mínu mati væri fengur að því fyrir lögreglu að eftirlit
með starfsemi hennar væri eflt og þar á meðal með þeim
hætti að þjóðkjörnir aðilar bæru ábyrgð á því. Í mínum huga
er það óháð hugmyndum um auknar rannsóknarheimildir og
til þess fallið að auka traust og skilning á störfum lögreglu.
Ég tel það einnig vert frekari skoðunar að setja á laggirnar
sjálfstæða einingu utan lögreglu sem hefði það hlutverk að
rannsaka kærur vegna refsiverðrar háttsemi starfsmanna
lögreglu, eftir atvikum í tengslum við ríkissaksóknara eða
alfarið óháð og ótengt því embætti.
Tillögur frá lögreglustjóra um aukið eftirlit með starf-
semi lögreglu koma mögulega einhverjum á óvart, ekki síst
í ljósi þess að innra og ytra eftirlit með þeirri starfsemi er í
dag umfangs mikið og í höndum margra aðila innan og utan
lögreglu eins og hér hefur verið rakið. Það er lögreglunni
hins vegar afar mikilvægt að hún njóti víðtæks trausts eins
og hún gerir í dag og því þarf að viðhalda og efla ef þess
er nokkur kostur. Virkt og aukið eftirliti og fjölbreyttir
möguleikar almennings til að koma á framfæri kærum,
kvörtunum og ábendingum vegna starfsemi lögreglu, þar á
meðal til óháðra aðila, er mikilvægur þáttur í því sem skoða
þarf vel.