Kjarninn - 27.03.2014, Page 67

Kjarninn - 27.03.2014, Page 67
03/04 lífsstíll lotugræðgi. Burnirót hefur líka þótt hafa bólgueyðandi áhrif bæði í rannsóknum á mönnum og dýrum, og í tveimur rann- sóknum á sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerðir á brjóstholi komu fram vísbendingar um að burnirót drægi úr áhættu af aðgerðunum og flýtti fyrir bata. Rannsóknir leiddu í ljós að möguleiki er að nota burnirót við einkennum hægs skjaldkirtils í sjúklingum sem vegna krabbameinsmeðferðar þurfa að hætta á skjaldkirtilshormóni í stuttan tíma. Rannsóknir á dýrum og í tilraunaglösum hafa leitt í ljós andoxunaráhrif og hamlandi áhrif á vöxt og dreifingu krabbameinsfrumna og lækkun blóðsykurs auk jákvæðra áhrifa á hjartsláttaróreglu, of háan blóð- þrýsting og fituhrörnun slagæða. Að auki hafa nokkrar rannsóknir, gerðar á dýrum og í tilraunaglösum, rennt stoðum undir kenn- ingar um góð áhrif burnirótar á andlegt álag, þunglyndi og kvíða ásamt bakteríu- og veiru- drepandi áhrifum. Þá hafa áhrif burnirótar á taugasjúkdóma verið rannsökuð á dýrum og í tilraunaglösum og hafa líkur verið leiddar að því að hún gæti nýst við meðferð fólks með Alzheimer og Parkinsonsveiki. skammtar Tinktúra: 1 tappi (8 ml) einu sinni til tvisvar á dag blandað með vatni eða safa. Hylki 500 mg af stöðluðu 3-6% rósavín og 1% salídrósíð, 1-2 á dag. Seyði: 1 tsk. í bolla einu sinni til þrisvar á dag. Varúð Ekki er mælt með burnirót fyrir sjúklinga með geðhvörf eða ofsóknaræði. Í einstaka tilfellum hjá viðkvæmu fólki getur burnirót valdið svefnleysi. tínsla burnirótar Til manneldis og lækninga Burnirót vex víða um land en hún þolir illa sauð- fjárbeit og hefur því horfið af stórum svæðum. Rótin er grafin upp á haustin en hún er mörg ár að vaxa og ekki er mælt með því að fólk grafi hana upp á víðavangi, en hún er einnig algeng í gömlum görðum. Rótin er notuð til lækninga en blöðin eru tilvalin til matar t.d. í salat eða soðin líkt og annað grænmeti.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.