Kjarninn - 27.03.2014, Blaðsíða 72
02/04 markaðsmál
lítið dæmi til að koma okkur af stað
Google Drive er dæmigerð skýjalausn. Þessi grein er skrifuð
á ritvinnsluforrit sem er innbyggt í Google Drive og ég
nálgast í gegnum Chrome-vafrann. Það eina sem til þarf er
tölva, nettenging, rafmagn og vafri – Google-fyrirtækið sér
um afganginn. Skjalið er stöðugt vistað þannig að ég þarf
ekki að hafa áhyggjur af því að tapa vinnu eða gögnum þó að
ég loki vafranum eða ef það slokknar óvænt á tölvunni. Ég
get unnið í greininni í spjaldtölvunni minni eða snjallsíma og
deilt henni með eiginkonunni, svo að hún geti lesið greinina
yfir og losað hana við verstu ambögurnar, og ritstjóra
Kjarnans þegar ég tel mig vera búinn með hana. Þau geta sett
inn athugasemdir og við getum öll unnið í skjalinu saman.
Google geymir síðan þessa tímalausu snilld í gagnageymslu
sinni eins lengi og ég kæri mig um.
Upplýsingatækni í áskrift
Tölvubúnaður í áskrift (e. infra structure
as a service) er líklegast algengasta
tegundin af skýjaþjónustu. Þjónustuaðilar
leigja fyrirtækjum aðgang að netþjónum
og öðrum tölvubúnaði eins og fyrirtækið
þarf á hverjum tíma. Fyrirtæki setja upp
vefsetur eða hugbúnaðarkerfi í gegnum fjaraðgang og greiða
aðeins fyrir afnot af tölvubúnaði sem þau nýta.
hraðari þróun og minni kostnaður
Þjónustuaðilar veita einnig aðgang að tölvuumhverfi,(til
dæmis stýrikerfi gagnagrunna og vefþjóna, en á ensku er
þetta kallað platform as a service. Fyrirtæki leigja aðgang
að tölvuumhverfinu og þróa hugbúnaðar- og veflausnir í
því. Með þessu sleppa þau við að kaupa, reka og setja upp
vél- og hugbúnað. Þetta hraðar þróunarvinnu og dregur úr
kostnaði. Þeir þjónustuaðilar sem lengst eru komnir í þessum
efnum sjá til þess að afkastageta forritunarumhverfisins
skalist sjálfkrafa til eftir þörfum. Það þýðir að auðveldara er
að mæta álagstoppum á vefsetrum eða notkun á hugbúnaði
„Þau geta sett inn athuga-
semdir og við getum öll unnið í
skjalinu saman. Google geymir
síðan þessa tímalausu snilld
í gagnageymslu sinni eins
lengi og ég kæri mig um.“