Kjarninn - 27.03.2014, Page 80

Kjarninn - 27.03.2014, Page 80
05/05 kVikmyndir huggu legur staður – en hann er einnig í fyrsta skipti mjög líkur okkar raunverulega heimi. hröð, fyndin, best en myrk og sorgleg The Grand Budapest Hotel er ein hraðasta, fyndnasta og besta kvikmynd sem Wes Anderson hefur gert. Hún er einnig myrkasta og sorglegasta sköpunarverk hans. Í fyrsta skipti endar hann mynd ekki á tóni uppbyggingar eða uppgjörs, heldur á tóni niðurrifs og sundrungar. Það er merkilegt að upplifa slíkt myrkur í mynd sem er létt og skemmtileg og gerist í draumkenndri veröld sem lítur út fyrir að vera teiknuð af Hergé undir áhrifum kvikmynda Ernst Lubitsch, Max Ophüls og félaganna Powell og Pressburger. Kannski eiga fæstir von á því að áttunda mynd Wes Anderson muni koma á óvart, og undirritaður var vissulega í þeim hópi. Það var meiriháttar óvænt ánægja að komast að öðru. the Life aquatic with steve Zissou Bill Murray fór eftirminnilega með aðalhlutverkið í The Life Aquatic sem frumsýnd var árið 2004. Murray hefur verið einn helsti samstarfs- maður Andersons og átt hlutverk í öllum kvikmyndum leik stjórans síðan 1998. Leikaranum bregður að sjálf- sögðu fyrir í nýju myndinni.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.