Kjarninn - 08.05.2014, Side 6

Kjarninn - 08.05.2014, Side 6
05/06 leiðari og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Simon Johnson. Bankamenn þurfa að klára rökræðuna um þessi mál og vera opnir fyrir því að hugsanlega sé núverandi fyrirkomulag á alþjóðlegum fjármálamörkuðum með inn- byggðan veikleika; skammtímasýn í stað langtímasýnar. pólitík og sérfræðiþekking Ísland stendur enn frammi fyrir miklum vandræðum eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins. Skammtíma- lækningar duga ekki til þess að leysa málin og engin auðveld lausn er til, sökum hárra opinberra skulda, fjármagnshafta og skuldbindinga í erlendum gjaldeyri. Aðeins langtímasýn getur leitt þjóðina út úr ógöngunum og áfram í átt til betri lífskjara. Engar æfingar munu duga, engir galdrar. Þótt sjaldan sé á það minnst er til staðar tækifæri til þess að leggjast yfir vandamálin og setja komandi kynslóðir framar þeirri sem er með vandamálin í höndunum. Það er oft þungbært fyrir stjórnmála menn að gefa vinsældir sínar eftir með langtímahagsmuni þjóðarinnar í húfi. En nákvæmlega þetta er staðan á Íslandi. Stjórnmálamenn hafa komið og farið, vinsældir ýmist vaxa hratt eða hrynja. Pólitísk kreppa er viðvarandi á meðan ekki er gerð minnsta tilraun til þess að endurskilgreina hið pólitíska starf út frá langtímasýn, hags- munum komandi kynslóða. vettvangurinn er til staðar Vettvangurinn sem skapaður hefur verið, eftir frumkvæði Viðskiptaráðs, er merkileg tilraun til þess að upphefja stjórnmála starfið úr skammsýninni yfir í langtímasýnina. Þetta starf fór af stað af miklum krafti en betur má ef duga skal. Úthaldið í vinnunni ætti að vera drifið áfram af mikil- vægi langtímasýnarinnar og þess þekkta veruleika að góðir hlutir gerast hægt og bítandi. Tugmilljarða peningagjafir úr skuldum vöfnum ríkissjóði, sem nú er verið að undirbúa með uppsetningu vefsíðu og „Þessi sýn getur orðið til ef stjórn- málamenn beygja sig undir þessa mikilvægu að- ferðafræði.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.