Kjarninn - 08.05.2014, Page 8

Kjarninn - 08.05.2014, Page 8
06/06 leiðari hugbúnaðar, er ágætt dæmi skammsýni stjórnmálamanna og hvaða áhrif hún getur haft á vinsældir. Lýðurinn bíður spenntur eftir peningagjöfunum, en komandi kynslóðir vita ekki af því að peningarnir hefðu getað farið í að bæta hag þeirra. péningar Í þessum aðstæðum, sem allir landsmenn eru að glíma við, er hollt að horfa til boðskapar þeirra sem hafa skrásett þær miklu fórnir sem kynslóðir Íslendinga hafa fært svo að sú sem nú lifir búi við aukin tækifæri. Snillingurinn Halldór Laxness er líklega sá Íslendingur sem hefur skrásett þessar fórnir með magnaðri hætti en nokkur annar. Þar er á öllu tekið; péningunum, valdi, stéttabaráttu og mannlegum breyskleika ekki síst. Dýpsti boðskapurinn, gegnum gang- andi í öllum hans verkum, er best lýst sem sífelldri baráttu á milli þröngsýni og víðsýni. Í hinu fyrra er maðurinn eins og veðhlaupahross, rörsýnin blindar honum sýn. Víðsýnin er hins vegar eiginlegt leiðarljós í lífsins gangi. Hún er enn fremur forsenda þess að geta mótað langtímasýnina, kom- andi kynslóðum til heilla.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.