Kjarninn - 08.05.2014, Side 22

Kjarninn - 08.05.2014, Side 22
17/20 menntamál hagfræðinemi við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Meðan á námi hans í Princeton- og síðar Harvard-háskóla stóð lét hann reglulega í sér heyra, bæði á síðum Morgunblaðsins og á vefritinu Deiglunni. „Ég held að ég sé búinn að skrifa í kringum 300 greinar allt í allt. Ég skrifaði alltaf nokkrar greinar á ári í Moggann en um það leyti sem Davíð tók við Mogg- anum byrjaði ég að skrifa í Fréttablaðið. Svo fór ég að skrifa á Pressuna og færði mig þaðan yfir á Eyjuna,“ segir Jón, en fjölmiðlar hafa einnig leitað reglulega til hans vegna ýmissa hag- fræðilegra málefna. Jón var nokkuð atkvæðamikill í umræðunni eftir banka- hrun, en um það leyti var hann að hefja störf við Columbia- háskóla. „Hrunið breytti svo miklu og það var svo margt í íslensku samfélagi sem hægt var að ræða um og fólk var móttækilegt fyrir. Það eru mörg mál sem ég gæti skrifað mjög mikið um í dag en samfélagið er ekki jafn móttækilegt, sérstaklega ekki gagnvart mínum viðhorfum, svo að ég skrifa minna í dag en ef það væri ríkisstjórn við völd sem ég teldi að myndi hlusta á það sem ég segi. Það var stjórn eftir hrun sem mér fannst ég geta haft áhrif á og ég skrifaði meira vegna þess,“ segir Jón. Hann bætir við að gott aðgengi almennings að fjölmiðlum á Íslandi í gegnum aðsendar greinar hafi gert honum kleift að byggja upp orðspor sitt sem þjóðfélagsrýnis. kvartað til yfirmanns hagfræðideildar Columbia Jón hefur verið óhræddur að taka þátt í umræðum um hita- mál samfélagsins. „Það er augljóst mál að það skiptir alveg rosalega miklu máli að ég er í útlöndum, að ég er í vinnu sem enginn getur rekið mig úr og ég er ekki upp á neinn kominn á Íslandi. Og ef ég segi eitthvað þýðir það ekki að gagnrýni vegna gagnrýni Jón segist hafa fengið ágjöf vegna umfjöllunar hans um Sjálfstæðisflokkinn og fyrr- verandi leiðtoga hans, Davíð Oddsson.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.