Kjarninn - 08.05.2014, Side 24

Kjarninn - 08.05.2014, Side 24
19/20 menntamál mikið skítkast á netinu. „Það kemur mér stundum á óvart þegar kollegar mínir segja við mig: „Ég nenni ekki að taka þátt í þessu út af skítkastinu á netinu.“ Ég fæ yfir mig mikið skítkast þar en það hefur lítil áhrif á mig,“ segir Jón. Sama megi segja um ásakanir gagnvart háskólafólki, og reyndar sumum fjölmiðlum, um að þeir gangi erinda tiltekinna afla. „Þegar maður gagnrýnir eitthvað þá byrjar umræðan um að maður sé bara leppur einhvers annars. Ég fann mjög mikið fyrir þessu á árum áður í kvótaumræðunni. Ég var leppur Þorvaldar Gylfasonar, ég var leppur Markúsar Möller og ég hef verið sagður leppur Jóhönnu Sigurðardóttur. En þetta er bara eitthvert rugl sem maður verður að leiða hjá sér,“ segir Jón. telur sig geta haft áhrif í um- ræðunni á íslandi Jón segist aðspurður lítið hafa tekið þátt í opinberri umræðu í Bandaríkjunum hingað til. Mun skemmtilegra sé að taka þátt í umræðunni á Íslandi vegna þess að hér sé möguleiki á að hafa áhrif. „Ég skrifa greinar þegar mér finnst einhver sjónarhorn vanta í umræðuna og stundum hafa þær áhrif,“ segir Jón og nefnir sem dæmi að eftir ábendingar hans í blaðagrein um að skynsamlegt væri að vísitölutengja skatt- þrep á Íslandi hafi frumvarpi þar að lútandi verið breytt. „Í Bandaríkjunum er búið að segja svo margt að það er mjög erfitt að koma með eitthvert nýtt og ferskt sjónarhorn.“ Þegar hann er beðinn um að bera saman skilyrði íslenskra og bandarískra háskólamanna til þátttöku í opinberri um- ræðu segist hann telja skilyrðin hér á landi mun verri. „Það tengist því meðal annars að laun íslensks háskólafólks eru miklu lægri en bandarísks. Ef háskólafólk á Íslandi væri á launum þar sem það þyrfti ekki að taka að sér verkefni utan háskólans fyrir hina og þessa hagsmunaaðila til þess að lifa því lífi sem það vill lifa peningalega séð yrðu skilyrði þess miklu betri. Þá gæti það sagt hluti óhrætt,“ segir Jón. „Tvö mál hafi kallað fram sérstaklega sterk viðbrögð, gagnrýni annars vegar á kvótakerfið og hins vegar á Sjálfstæðisflokkinn og þá sér- staklega Davíð Oddsson.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.